HUGARFLUG

 

 

 

 

 

 

 

 


fimmtudagur, október 30, 2003
Hvenær ertu haldinn FÍkn ?....


Fleiri sýnishorn úr bókinni "HVAÐ ER MÁLIÐ? " ef þú ferð neðar á síðuna.

Kata  - 04:27 -

Skóstærðin hans Binna frá Eyvindarmúla....kók keppnin, sjá næstu síðu


Sagan á bak við töluna hjá Binna: "Nú ætla ég að segja ykkur af hverju ég valdi 45 en ekki 46-100 og 1-44. Ja það er nú bara út af því að ég verð 45 ára eftir 10 ár, ég var 10 ára fyrir 25 árum og nota auk þess skó númer 45! þannig að í raun stóð valið bara um þessar tölur þ.e 1, 52 og 54. Þar sem mér líkaði engin þessara tala valdi ég bara 45."

Kata  - 04:12 -

NÓTTIN ER MINN TÍMI


Elska að sitja hér ein á nóttunni og "grafíkera" Hann Fannar Máni er endalaus uppspretta fyrir mig. Allir þessir svipir sem hann setur upp....:-) Hvílík fegurð í svefni. Er að vinna að þessari mynd, þetta er fyrsta uppkast...mun setja hér inn, eftir því sem verkinu miðar. Á eflaust eftir að taka miklum breytingum. Og hér er ljósmyndin sem unnið er eftir.


Kata  - 03:26 -

Hér kemur meira af efni....


Holl lesning

Kata  - 02:02 -

Hvað má og hvað ekki ?


Gildir jafnt fyrir bæði kynin

Kata  - 01:47 -

Hér kemur meir af efni úr hinni frábæru bók Berglindar


eins og ég lofaði, Hvet alla til að kaupa þessa Bráðnauðsynlegu bók


Kata  - 01:44 -

miðvikudagur, október 29, 2003
Fannar Máni skælbrosandi,Yndislegt að koma heim til hans


Var að koma heim frá Fljótshlíðinni, og beint á leið í aukavinnunna. Mun setja meir inn á síðuna,
þegar ég kem heim í kvöld. Var að fá sent meir af efni úr bók Berglindar til kynningar hér á síðunni.


Kata  - 18:25 -

laugardagur, október 25, 2003
NJÓTIÐ HELGARINNAR,er að fara í hlíðina mína á eftir


Ætla að njóta kyrrðarinnar þar ein, ásamt Maju. Og vinna verkefni fyrir ljósmyndabók Emil Þórs, sem kemur út núna fyrir jólin.Mun koma með meira efni úr bók Berglindar þegar ég kem til baka.


Kata  - 13:50 -

Karlmaður: Hvað þarf margar konur með fyrirtíðarspennu til að skipta um
ljósaperu?

Kona: Eina. EINA!! Og veistu AF HVERJU það þarf bara EINA? Af því að enginn annar á þessu heimili KANN að skipta um ljósaperu. Þeir vita ekki einu sinni hvenær ljósaperan er ÓNÝT. Þeir myndu sitja í myrkrinu Í ÞRJÁ DAGA áður en þeir gætu einu sinni KOMIST AÐ ÞVÍ að peran er ónýt. Og þegar þeir væru LOKSINS búnir að komast að því, þá gætu þeir ekki fundið perurnar, þó þær hafi verið Í SAMA SKÁPNUM síðastliðin SAUTJÁN ÁR. En ef, fyrir eitthvert kraftaverk, þeim tækist að finna perurnar, þá væri stóllinn sem þeir dróu innan úr stofu enn á sama staðnum fyrir neðan fjandans peruna TVEIM DÖGUM SEINNA!! OG ÞAR FYRIR NEÐAN VÆRU KRUMPAÐAR UMBÚÐIRNAR UTANAF @*!#$% PERUNNI! OG AF HVERJU?!? AF ÞVÍ AÐ ENGINN Í ÞESSU HÚSI FER NOKKURN TÍMANN ÚT MEÐ RUSLIÐ!! ÞAÐ ER FURÐA AÐ VIÐ HÖFUM EKKI ÖLL KAFNAÐ Í RUSLINUSEM LIGGUR Í TUTTUGU METRA HÁUM HRAUKUM UM ÖLL GÓLF. ÞAR ÞYRFTI FIMM HJÁLPARSVEITIR TIL AÐ TAKA TIL HÉRNA Í ... Fyrirgefðu, hvað varstu að spyrja um?

Kata  - 13:42 -

Bjarki er búinn að velja sér tölu í kók og prins happadrættinu þrisvar....


Var svo óheppinn að velja tvisvar sömu tölu og aðrir höfðu valið, en það fylgdi alltaf saga á bak við hverja tölu í gestabókinni.Loks kom hann með töluna 99, og engin saga með. Ég heimtaði sögu náttúrulega, og hér kemur hún:Hvers vegna talan 99 ?"Já Kata, varðandi söguna á bakvið 99, þá laug ég eigilega að það væri engin saga sem lægi að baki, hún er bara svo döpur að ég fékk mig ekki til að skrifa hana en hér kemur hún: Þann 19. júní 1998 undirrituðu þeir Hálfdán Kristjánsson, þáverandi bæjarstjóri Ólafsfjarðarbæjar og Ásgeir Ásgeirsson, stjórnarformaður Brimness ehf. Hótels, samning sem felur í sér afnot Brimness ehf. hótels af landi bæjarins við Ólafsfjarðarvatn til ársins 2097, eða í 99 ár. "fyrir þessa sögu fær Bjarki fyrstu teiknimyndina sem ég geri

Kata  - 02:52 -

föstudagur, október 24, 2003
Jafnvel á fullorðinsárum, dæmir maður fólk í einhverja hópa...eða telur sig til einhvers hóps.


Ég mun birta meir úr þessari bók bráðlega og bendi ykkur á hún kemur út í næsta mánuði, hjá JPV útgáfu.Nauðsynleg bókareign á hverju heimi....HVAÐ ER MÁLIÐ

Kata  - 20:21 -

Hópþrýstingur, getur haft skaðleg áhrif í hvaða tilgangi sem er.


Bókin er byggð á viðtölum við fagfólk og við unglingana sjálfra, sem blandast við skemmtilegan húmor og innsýn höfundanna sjálfra.

Kata  - 20:07 -

Hefur okkur öllum ekki einhvern tíma liðið illa ?


Bókin er skemmtilega myndskreytt og hönnuð af Þórarni Leifssyni,og talað er á tungumáli
unglinganna sjálfra


Kata  - 19:57 -

HVAÐ ER MÁLIÐ ? Nauðsynleg öllum uppalendum og unglingum.


Frábær bók eftir hina hæfileikaríku Berglindi Sigmarsdóttur og Sigríði B. Valsdóttur.
Við ætlum að stelast til að lofa ykkur að kíkja aðeins á stöku síður, hér á þessari síðu
(mynd af öðrum höfundi bókarinnar, henni Berglindi hér að neðan )


Kata  - 19:49 -

fimmtudagur, október 23, 2003
Myndbreyting.


Skipt um bakgrunn,maður tekinn út, rauð augu löguð og settur mjúkur filter.Mæðgurnar Begga og Clara

Kata  - 11:54 -

miðvikudagur, október 22, 2003
FYRSTA LANDSMÓT SAUMAKLÚBBA helgina 14.-16.nóvember 2003


KRAFTUR - VISKA - VELLÍÐAN
3 DAGA DAGSKRÁ
Þessa helgi storma konur með krafti til Eyja, afla sér visku og láta sér líða vel.Stöllur þeirra úr saumaklúbbum taka vel á móti þeim.
Nánar um dagskrá LANDSMÓTS SAUMAKLÚBBA hér


Kata  - 03:25 -

þriðjudagur, október 21, 2003
Þá eru myndirnar loksins kommnar aftur af áhugasömum keppendum.
Jóhanna Jóns kemur sterk til leiks.


Jóhanna valdi sér þetta númer.Og Bjarki kominn með númer og mynd.Meir um Kók og prinsleikinn á næstu síðuÞar eru myndir af keppendunum

Kata  - 01:43 -

GÓÐVINUR TEKEXSINS MEÐ REMÚLAÐINU


Góður auglýsingatexti fyrir fyndinn og skemmtilegan peyja, stolinn af síðu dótturinnar ;-)
Við bjóðum hann velkominn í blogghópinn.(Þrátt fyrir yfirboð í gestbókarharkinu...hehe)Kíkið á síðuna hans hérna


Kata  - 01:19 -

Merkið í nærmynd.


Framanverður

Kata  - 00:06 -

Fyrsta útgáfa af merki á boli.


Sit hérna sveitt við hönnun á afmælisbolum fyrir vélhjólafélag Gamlingja. Hér er fyrsta merkið
sem birtist...á sjálfsagt enn eftir að taka breytingum.


Kata  - 00:01 -

laugardagur, október 18, 2003
Til HAMINGJU MEÐ 45 ára AFMÆLIÐ !


Tvíburarnir Ásta og Biggi áttu 45 ára afmæli 17. okt. Hjartans hamingjuóskir. (átti því miður ekki mynd af Bigga)

Kata  - 12:38 -

föstudagur, október 17, 2003
Fréttabréf af Aldarafmælinu, frá Simma...


Sigmar er búinn að leggja mikla vinnu fram í sambandi við afmælið og var svo vænn að senda okkur þessi skilboð:Ég er búinn að vera að safna öllu sem skrifað hefur verið um Binna í Gröf. í sjómannadagsblöðunum frá upphafi,og er það heilmikið efni, einnig er ég að fá allar ljósmyndir frá ættingjum Friðriks Jessonar en hann tók mikið af frægustu myndunum af kallinum næst er að hafa samband við Sigurgeir ljósmyndara og þá held ég að ég sé kopminn með heilmikið af efni um kallinn þ.á.m. gömul sönglög þar sem Ási í Bæ syngur um kallinn og Sævar.Einnig önnur lög með fleiri flytjendum. Ætla Ég mér að sjóða þetta allt saman og halda fyrirlestur með lifandi myndum lögum og ljósmyndum þegar við komum saman 6.1.04
K.kv Simmi Bro
..:Gaman væri ef þeir sem málið varða myndu senda mér tillögur varðandi afmælissmótið,leiki,ræður eða
hvaðeina sem ykkur dettur í hug.Ég myndi síðan birta það hérna:..


Kata  - 11:56 -

Alltaf gaman að skoða gamlar og nýjar myndir...


er þetta ekki frábær mynd af þeim Addú og Brósa ? Hvaða ár skyldi þetta ball hafa verið í "gaggó"?
Skyldi þeim hafa grunað þá, afa og ömmu hlutverk saman þrjátíu og eitthvað árum seinna?
Eins og sjá má af nýrri myndunum,hafa þau elst vel. Þar eru þau með "Molann" sinn, Sigurð Mikael son Viktors og Hildar.


Kata  - 04:33 -

Oddný frænka á leið til Barcelona í spænskunám


Við óskum henni öll góðrar ferðar og skemmtunar. Það væri nú gaman að skoða verk hins frábæra arkitekts Gaudi þar.

Kata  - 04:27 -

fimmtudagur, október 16, 2003
Æ....Vantar vefgeymslupláss fyrir myndir..:-(


Rakst á þetta flott plakat í leit minni að myndum ísambandi við Iron Maiden söguna, og ákvað að
sýna ykkur það. Fann einnig flottan myndavef, sem ég hvet ykkur til að skoða. hérna


Kata  - 17:33 -

" Eina skiptið sem ég hef heyrt...ÓNAUÐSYNLEGU UPPLÝSINGARNAR HENNAR MÖMMU GETA KOMIÐ SÉR VEL " ;-)


Úlfar StórMatreiðslumaður á 3 Frökkum, er beðinn af gestum staðirins,hvort hann geti reddað bát til fara með 3 menn út á sjóstangveiði. Honum dettur fyrst í hug Auðunn, sem jánkar beiðninni.Úlfar segir honum nöfn....2 frétta menn og einn flugmaður. Áætlað að fara á sjó deginum eftir.Þegar á að fara leggja í 'ann...spyr ég,Auðunn, af af forvitni: Hverjir eru þetta sem fara með þér?Hann svarar af rósemi: Æ....einhverjir fréttamenn frá Sea Angling club...svo flugmaður, hann er víst poppari....Ég gríp andann á lofti..... söngvari Iron Maiden ?????( Hefði eins getað sagt karlakórinn Heimir, honum hefði getað staðið meir á sama, hehe)Ég sá blik í augum hans, sem sagði " What ever "
Þar sem yngsti sonurinn,Gísli, er farinn að kaupa músik sem ég hlustaði á, á hans aldri og aðeins eldri.
( s.s. Iron Maiden - Metalica- Deep Purple - Led Zeppilin, o.fr.v. )mér fannst ég verða að segja honum frá þessu,ævintýri fara með pabba gamla á sjóinn, til að veiða með Bruce Dickinson.Lét kalla Í Gísla í skólann, og sagði hann yrði að fá frí. Hann ætlaði varla að trúa mér ekki fyrst, en varð síðan óhemjuspenntur og bað um myndvél með sér. Drengurinn veit að honum er óhætt að trúa mömmu gömlu í sambandi við ónauðsynlegar upplýsingar. Það var því ákaflega ánægður peyji sem lagði af stað tilbúinn á sjóinn, þennan dag.Fréttamennirnir mættu...en Bruce ekki. Það vildi svo óheppilega til að, plata Iron Maiden seldist mjög mikið einhverstaðar í heiminum, og Hann varð að mæta á staðinn. Grey Bruce... að missa af sjóferð með Auðunn og Gísla...hehe.
En Gísli lét það ekki á sig fá....Fór á sjóinn, með stangveiðigræjurnar, og veiddi stærðar Lúðu.Kata  - 03:41 -

Til hamigju með titilinn!!!...


Síðan hennar er hérna

Kata  - 03:35 -

miðvikudagur, október 08, 2003
Þriðja og síðasta myndin


Gerð að teikningu

Kata  - 18:21 -

Ég er viss um að það verður mikið fjör, þegar Grafarættin er öll samankomin


Allir sem þetta lesið, og málið varða, vinsamlegast komið með skemmtilegar sögur, og ábendingar um þennan Fransmann, sem að glatt getur huga okkar hinna. Í bígerð er sjónvarpsmynd um ævi hans og störf, sem verður frumsýnd á næsta ári.Þeir sem eiga í handraðanum, ljósmyndir, sögur eða kvikmyndir, vinsamlegast sendið mér e-mail

Kata  - 02:24 -

Aldarafmæli BINNA Í GRÖF


Hann Afi hefði orðið 100 ára þann 7. janúar á næsta ári hefði hann lifað. Af því tilefni hafa
afkomendur hans ákveðið að hittast á Þrettándanum í eyjum 2004


Kata  - 02:20 -

þriðjudagur, október 07, 2003
Er búin að hafa lítinn tíma fyrir grafík og skrif undanfarið....
Vegna veisluhalda og hreingerninga. Maður verður víst að sinna því líka.
Ætla reyna bæta úr því í nótt,eftir vinnu, eða Á MORGUN.
SJÁUMST

Kata  - 17:45 -

ENN BÆTIST VIÐ KEPPENDUR KÓK OG PRINS...
Berglind, Höfundur bókarinnar "Hvað er málið ?" tekur þátt


Frábær bók sem er væntanleg í næsta mánuði, átti því miður ekki mynd af Beggu,
en verður sett inn um leið og hún fæst

KÍKTU Á FLEIRI KEPPENDUR Á NÆSTU SÍÐU

Kata  - 17:36 -

föstudagur, október 03, 2003
Næturspjall...


um hæðir og lægðir hugans,sem allir upplifa eftir tilfinningu hvers andartaks...gaman þegar að
sumir geta orðað það svona skemmtilega. Mér finnst þessi setning,hér að ofan, GÓÐ, sem dóttir mín hafði
á reiðum höndum án umhugsunarfrests, þegar ég var eitthvað að "kvarta"


Kata  - 06:02 -

fimmtudagur, október 02, 2003
Ég vísaði til Maju vinkonu,hér fyrr á síðunni,eina "persónan" sem elskar mig skilyrðislaust.


Fjölskyldumeðlimirnir, segja að hún sé skaðræðiskvikindi....en ég held hún hafi bara "góðan smekk" ;-)
Fyrir þúsundum ára voru kettir dýrkaðir eins og guðir, MAJA er ekki búin að gleyma því

Kata  - 17:05 -

miðvikudagur, október 01, 2003
Einnig persónulegar skjámyndirKata  - 18:07 -

Tek að mér að gera Tölvuteiknaðar myndir eftir ljósmyndKata  - 17:54 -

Og kominn sem skjámynd fyrir hörðustu aðdáendur M.U


skjámynda linkurinn kemur brátt hér til hliðar,þar sem hægt verður að ná sér í skjámyndir frítt

Kata  - 00:56 -

Nedstat Basic - Free web site statistics


TIL BAKA Á GÖMLU SÍÐU

VEFHÖNNUN · MYNDVINNSLA · GRAFÍK · AUGLÝSINGAR · BÆKLINGAR