HUGARFLUG

 

 

 

 

 

 

 

 


fimmtudagur, október 16, 2003
" Eina skiptið sem ég hef heyrt...ÓNAUÐSYNLEGU UPPLÝSINGARNAR HENNAR MÖMMU GETA KOMIÐ SÉR VEL " ;-)


Úlfar StórMatreiðslumaður á 3 Frökkum, er beðinn af gestum staðirins,hvort hann geti reddað bát til fara með 3 menn út á sjóstangveiði. Honum dettur fyrst í hug Auðunn, sem jánkar beiðninni.Úlfar segir honum nöfn....2 frétta menn og einn flugmaður. Áætlað að fara á sjó deginum eftir.Þegar á að fara leggja í 'ann...spyr ég,Auðunn, af af forvitni: Hverjir eru þetta sem fara með þér?Hann svarar af rósemi: Æ....einhverjir fréttamenn frá Sea Angling club...svo flugmaður, hann er víst poppari....Ég gríp andann á lofti..... söngvari Iron Maiden ?????( Hefði eins getað sagt karlakórinn Heimir, honum hefði getað staðið meir á sama, hehe)Ég sá blik í augum hans, sem sagði " What ever "
Þar sem yngsti sonurinn,Gísli, er farinn að kaupa músik sem ég hlustaði á, á hans aldri og aðeins eldri.
( s.s. Iron Maiden - Metalica- Deep Purple - Led Zeppilin, o.fr.v. )mér fannst ég verða að segja honum frá þessu,ævintýri fara með pabba gamla á sjóinn, til að veiða með Bruce Dickinson.Lét kalla Í Gísla í skólann, og sagði hann yrði að fá frí. Hann ætlaði varla að trúa mér ekki fyrst, en varð síðan óhemjuspenntur og bað um myndvél með sér. Drengurinn veit að honum er óhætt að trúa mömmu gömlu í sambandi við ónauðsynlegar upplýsingar. Það var því ákaflega ánægður peyji sem lagði af stað tilbúinn á sjóinn, þennan dag.Fréttamennirnir mættu...en Bruce ekki. Það vildi svo óheppilega til að, plata Iron Maiden seldist mjög mikið einhverstaðar í heiminum, og Hann varð að mæta á staðinn. Grey Bruce... að missa af sjóferð með Auðunn og Gísla...hehe.
En Gísli lét það ekki á sig fá....Fór á sjóinn, með stangveiðigræjurnar, og veiddi stærðar Lúðu.Kata  - 03:41 -

Nedstat Basic - Free web site statistics


TIL BAKA Á GÖMLU SÍÐU

VEFHÖNNUN · MYNDVINNSLA · GRAFÍK · AUGLÝSINGAR · BÆKLINGAR