HUGARFLUG

 

 

 

 

 

 

 

 


þriðjudagur, janúar 25, 2005
Er að leita mér að vinnu
Ég er leið í vinnunni minni, og vantar eitthvað nýtt og meira skapandi starf.
Eitthvað metnaðarfyllra en þetta sem ég er í.
Margar ástæður fyrir þessum leiða, sem ég ætla ekki nánar út í hér.
Ef einhver veit af góðu, skapandi starfi fyrir duglega og áreiðanlega manneskju
þá er ég til.
Var að vinna fram á rauðar nætur í nóv og byrjun des að
vef merkt.is. Sá þar um myndatökur, myndvinnslu ofl á allflestu myndefni
vefsins. Er þó ekki búin að klára hann, á enn mikið starf fyrir höndum þar.
kíkið á vefinn hér

Kata  - 01:12 -

miðvikudagur, janúar 19, 2005
Gat ekki sofið og ákvað að kíkja hér inn.
En stundirnar urðu fleiri en ég ætlaði. Fékk einhvern dauðleið á stílhreina lookinu,og langaði ekkert að skrifa.Bara krassa.Gerði því þetta klikkaða "template".
Að vísu með því ljótar sem ég hef gert, en...djö. Gaman ! ;-)
Náttúrulega heilmikið búið að ske síðan ég kom hér til skrifta.Segi kannski frá því seinna ef ég nenni.En langar til að segja þeim fáu sem koma hér frá síðu sem að Ragna Jenný frænka hefur af mikilli eljusemi komið upp.Síðan er tileinkuð Grafarættinni.Ragna er dugleg að afla frétta og viðheldur síðunni með miklum myndarbrag. Kann ég henni bestu þakkir fyrir. hér er svo síða Grafarættarinnar. Hvet alla ættingja og velunnara að koma þar við. Ég þarf að fara endurskoða ýmislegt hér á síðunni og laga til gamla og úr sér gengna linka.
Þangað til......lifið heil.

Kata  - 01:40 -

Nedstat Basic - Free web site statistics


TIL BAKA Á GÖMLU SÍÐU

VEFHÖNNUN · MYNDVINNSLA · GRAFÍK · AUGLÝSINGAR · BÆKLINGAR