HUGARFLUG

 

 

 

 

 

 

 

 


föstudagur, nóvember 04, 2005


AUGLÝST EFTIR BÍL!
Ég varð hissa þegar ég kom dauðþreytt úr vinnunni í dag og ætlaði að keyra heim...bílinn
horfinn frá bílstæðinu við vinnustaðinn. Mér fannst ekki geta verið að bílnum hafi verið stolið, allavega ekki um hábjartan dag. Hver hefur áhuga á lúnum 16 ára gömlum bíl ?
Datt fyrst í hug hann hefði verið dreginn á brott í einhverjum misgáningi, og var að hugsa um að byrja á að hringja í dráttarbíla borgarinnar og spyrjast fyrir um "greyjið". En var hvött af vinnufélögum að hringja til lögreglu ,sem ég og gerði. Lögreglan tjáði mér að þeir hefðu engar slíkar tilkynningar hjá sér með að minn bíll hefði verið fjarlægður. Átti að mæta í skýrslutöku á Hverfisgötunni og segja nánar frá þessu. Renndi strax þangað, og var sagt , að lokinni skýrslutöku að þeir myndu hafa augun opin. Ég komst að einu varðandi tryggingar, sem mér finnst ákaflega undarlegt...ef sá sem stal bílnum mínum veldur einhverju tjóni á bílnum eða öðrum og næst ekki, er ég ábyrg. Ha ??? Eina sem ég get huggað mig við, að bílinn var næstum því bensínlaus og því hefur helv. þjófurinn ekki komist langt.Sá sem stal bílnum, hlýtur að hafa verið útúrdópaður eða háfblindur, því ekki er nú Peugotinn minn mikið fyrir augað...hehe.Bílstólinn hans Fannars var í bílnum, og sé ég mikið eftir honum ásamt" gamla góða Grána" , því nú þarf ég að vera háð Áuðunn með að keyra mér til og frá vinnu. Því auglýsi ég hér með eftir gráum Peugeot árg 1989 ( held ég) eða 1987 , með brotið hægra afturljós og númerið á honum er LE 838. Þeir sem kynnu að hafa séð þennan undursamlega bíl, hafið samband við mig.

Kata  - 00:22 -

Nedstat Basic - Free web site statistics


TIL BAKA Á GÖMLU SÍÐU

VEFHÖNNUN · MYNDVINNSLA · GRAFÍK · AUGLÝSINGAR · BÆKLINGAR