HUGARFLUG

 

 

 

 

 

 

 

 


fimmtudagur, mars 16, 2006
Unnið að útstillingu.
Góðan og blessaðan daginn aftur. Mikið að ske hjá mér í augnablikinu, og miklar breytingar virðast framundan. Hef verið hvött til að koma hönnun minni á framfæri og er því byrjuð að vinna í vefsíðu þar sem bolirnir mínir, ásamt öðru verða til sýnis og sölu.

Mun brátt koma tengill á þessa hönnunarsíðu þar sem hægt verður að virða fyrir sér margt af því sem ég hef verið að gera. Mig vantar nafn á "barnið"... Ég mun veita vegleg verðlaun fyrir rétta nafnið, úttekt að upphæð kr. 15.000,- Ef mörg góð nöfn berast, þá mun ég hafa könnun hér á síðunni til að velja rétta nafnið.
Ég yrði afskaplega þakklát ef að sem flestir sæu sér fært að taka þátt.

Kata  - 13:34 -

Nedstat Basic - Free web site statistics


TIL BAKA Á GÖMLU SÍÐU

VEFHÖNNUN · MYNDVINNSLA · GRAFÍK · AUGLÝSINGAR · BÆKLINGAR