HUGARFLUG

 

 

 

 

 

 

 

 


fimmtudagur, apríl 05, 2007
segja-sagðdi
Siðan var löng þögn, þar til hann spurði mig um hvað ég væri að hugsa. Þá fór ég að leita í huga mér að því sem ég væri að hugsa um.
Ég leitaði og leitaði í huga mér að einhverju sem væri viðeigandi að hugsa um við aðstæður sem þessar, en datt ekkert í hug . Ég vissi ekkert hvað ég átti að segja, svo ég sagði: "hvernig á ég að vita hvað ég á að segja núna þar sem ég veit ekki einu sinni hvað ég er að hugsa. Ef eg vissi hvað ég vildi þér, væri einfalt að flytja erindi mitt, en þar sem ég þekki ekki sjálfan mig veit ég ekki hvað ég vil. Án vilja hef ég ekkert markmið og ekkert að segja.Ég veit ekki hver ég er í dag, né hver ég verð á morgun. Sá sem ekki þekkir sjálfa sig er hræddur eða hrædd, og hræddust við sjálfa sig og nær því seint þroska.Sá nær aðeins þroska sem að óttast sjálfa sig. Mér finnst ég sundurslitin á milli umhverfisins og tilfinningia minna og mér finnst kröfur gerðar til mín um viðbrogð sem að sem spretta ekki úr mínu eigin tilfinningalífi. því hvað tjáir maður "kona" sem hefur enga mynd af sjálfum sér. Sá- sú dregur enga ályktun um sjálfa sig ?
Til að geta tjáð sig verður maður að trúa á sjálfa sig og þekkja kærleikann.

Ég er á leið frá hjartanu til tungumálsins.
Til að geta tjáð sig verður maður að trúa á sjálfan sig og þekkja kærleikann.Á vegi mínum eru margar hindranir, svo sem vonbrigði, vanmáttarkennd, löngun og ótti.Óttin við tómið er verstur og í óttanum finn ég ekkert jafnvægi. Samt veit ég að jafnvægi felst í því að vera óttinn og óttast því ekkert.
Ég er hrædd við að vera svipt þeim tengslum sem mér hefur tekist að mynda við fólk....
hrædd við að týna einhverju, gleyma, missa....

Hann hlustaði á mig svipbrigðalaust og sagði svo: "SVONA ER ÉG LÍKA "

Kata  - 15:09 -

Nedstat Basic - Free web site statistics


TIL BAKA Á GÖMLU SÍÐU

VEFHÖNNUN · MYNDVINNSLA · GRAFÍK · AUGLÝSINGAR · BÆKLINGAR