HUGARFLUG

 

 

 

 

 

 

 

 


föstudagur, desember 12, 2003
Þakka ykkur góðar kveðjur.
Ég er farin að staulast um, og aðeins farin að geta hreyft mig, eftir bílslysið.
Það hagaði þannig til að, við Auðunn vorum á leið til Hafnarfjarðar,á miðvikudaginn.
Þegar við komum að gatnamótum Garðabæjar á ljósum, keyrir kona í veg fyrir okkur
(við á gulu ljósi ) Það varð harður árekstur, og bílinn okkar gjöreyðilagðist.
Það varð okkur til lífs að hálka var, og bifreið hennar kastaðist til.
Hvorki konuna né Auðunn sakaði. En ég kenndi mikils sársauka í hálsi og
brjósti. (vorum á u.mþ.b. 60-70 km hraða) Það var kallaður til sjúkrabíll og farið með
mig á spítala.Reyndist óbrotin, en mikið marin eftir bílbeltið, vöðvafestingar í hálsi og baki illa farnar,sökum höggsins. Á að fara í sjúkraþjálfun til að reyna að ná mér.
Mikil Guðs mildi að ekki fór verr.Mun skrifa eitthvað meir hér, þegar ég kemst úr þessum verkjalyfjadrunga.


Kata  - 21:12 -

Nedstat Basic - Free web site statistics






TIL BAKA Á GÖMLU SÍÐU

VEFHÖNNUN · MYNDVINNSLA · GRAFÍK · AUGLÝSINGAR · BÆKLINGAR