smelltu á myndirnar til að sjá stærri.Flugum til eyja á laugardaginn síðasta,til að vera viðstödd þennan viðburð í
menningarlífinu. Var búin að redda mér hippadressi og Brósi frændi reddaði mér um þessa fínu hárkollu, sem ég skreytti með blómum. Mamma og pabbi tóku afskaplega vel á móti okkur að venju.Dagurinn leið við að búa sig og mála peace-og blóm á gallabuxurnar.Grímur bróðir bauð okkur í smápartý,síðan á matinn og ballið.
Það var hlaðborð með dýrindismat eins og Grímsa er einum lagið.Réttirnir hétu allskonar fyndnum nöfnum, s.s
"stoned skötuselur" en allt bragðist ljúffenglega. Á eftir matnum var mjög fín dagskrá, Þjóðlagakvöld Hippans,
Þar stigu margir ungir og óuppgötvaðir talentar á svið.Allt fólk sem á framtiðina fyrir sér. Einar Gyfi sálfræðingur, stjórnaði dagskránni af mikilli röggsemi og sagði fyndnar og skemmtilegar sögur inn á milli. Að lokum steig hljómsveitin Hippabandið á svið.
![](http://www.hunkubakkar.is/Kata/images/minni/hopmynd.jpg)
Með söngkonurnar Helgu og Hrafnhildi í farabroddi, Þær eru alveg frábærar söngkonur, og valinn maður í hverju rúmi í bandinu. Tóku hvert gullkornið á fætur öðru frá þessu tímabili.
Kærar þakkir fyrir mig, þið öll sem sáuð um þessa hátíð í eyjum. Hef sjaldan skemmt mér jafnvel og á þessu balli.
Komst því miður ekki á myndlista-og leiksýniguna sem var í tengslum við hátíðina, því við komum seint á laugardeginum. ( þurfti á fund kvöldinu áður, vegna Evrópumeistaramótsins í sjóstangveiði, sem haldið verður á Írlandi í ágúst n.k. )
'EG KEM SKO AFTUR Á HIPPABALL AÐ ÁRI LIÐNU !