HUGARFLUG

 

 

 

 

 

 

 

 


föstudagur, apríl 30, 2004
Tíminn flýgur áfram...
Mér líkar ágætlega í nýju vinnunni, mikið að gera og er enn að læra inn á þetta allt saman.
Hef verið að passa Fannar Mána undanfarna viku, þ.e eftir vinnu, sæki hann kl.6 og er með hann til 9 á kvöldin,meðan Rakel er að vinna á þessum vöktum. Hef mikið yndi af því, Fannar er skemmtilegt og yndislegt barn.Mikill kraftur í honum og mjög glaðvær.
Ég ætla í bústaðinn um helgina, og ef það verður gott veður á laugardeginum, ætla ég í að planta hluta af sumarblómunum út sem ég sáði fyrir. Svo mikil sveitakelling í mér...að mér líður illa ef ég kemst ekki í Fljótshlíðina um helgar. Man varla hvernig miðborg Reykjavíkur lítur út...;-) hef ekki komið þangað síðan í desember í fyrra.
Svo er hér smápistill sem ég rakst á....Gott Helgarnesti ;-)

Merki um að þú sért orðin(n) of full(ur)
*Þú tapar rökræðum við dauða hluti.
*Þú þarft að halda þér í grasið til að detta ekki á jörðina.
*Þú hefur ekki tíma til að mæta til vinnu.
*Læknirinn finnur vott af blóði í áfenginu í þér
*Þú færð klósettsetuna í hnakkann.
*Þú trúir því að áfengi sé fimmti fæðuflokkurinn.
*24 tímar í sólarhring, 24 bjórdósir í kassa - tilviljun?? - Ég held ekki!
*Tvær hendur, en bara einn munnur... - það er ALVARLEGT drykkjuvandamál.
*Þú nærð betri fókus með annað augað lokað.
*Bílastæðin virðast hafa færst til á meðan þú varst inni á barnum.
*Þú dettur af gólfinu...
*Börnin þín heita Guinnes og Tuborg.
*Hey, í fimm bjórum eru jafn margar kaloríur og í einum hamborgara. Sleppum kvöldmatnum!!!
*Býflugur verða fullar eftir að hafa stungið þig.
*Á AA-fundinum segir þú: „Hæ, ég heiti... eh...."
*Fyrsta sparnaðarleið sem þér dettur í hug er að minnka saltneyslu.
*Þú vaknar inni í svefnherberginu, nærfötin þín eru inni á baði og þú sofnaðir í fötunum.
*Allir á barnum heilsa þér með nafni þegar þú kemur inn.
*Þér finnst köttur félaga þíns alltaf vera meira og meira aðlaðandi.
*Roseanne lítur vel út.
*Þú þekkir konuna þína ekki nema að þú sjáir hana í gegnum botninn á bjórglasinu.
*Þú vaknar í Kóreu í júlí og það síðasta sem þú manst er 17. júní veisla hjá Íslendingum í Frakklandi.
*Runnarnir eru líka fullir eftir að þú hefur vökvað þá. mundu þetta vel!!!




Kata  - 02:45 -

Nedstat Basic - Free web site statistics






TIL BAKA Á GÖMLU SÍÐU

VEFHÖNNUN · MYNDVINNSLA · GRAFÍK · AUGLÝSINGAR · BÆKLINGAR