HUGARFLUG

 

 

 

 

 

 

 

 


þriðjudagur, maí 25, 2004
Endurnærð úr sveitinni
Eyddi helginni upp í bústað.Plantaði nokkrum Birkiplöntum ásamt því að prikla 100 stk af sumarblómum...nánar tiltekið Morgunfrú. Fyndið að blóm með þessu nafni skuli vera uppáhaldsblóm næturuglu eins og ég er.Mæðginin Njóla og Jón Freyr gistu hjá okkur okkur til ánægju og dagurinn tekinn snemma á sunnudeginum til að setja lambahrygginn í ofninn.Skömmu eftir hádegið skein sólin skært og himininn heiður eftir miklar rigningu deginum áður.Þröstur búinn að búa sér hreiður í rósarunnunum inn í gróðurhúsi og er ekkert hrifinn af þessari helgartruflun hjá eigendunum.
Jæja......nóg um helgina mína.Er að vinna að tveimur vefjum, þessa stundina.
Hér er smáuppkast af þeim. Annar er fyrir Íslandsdeild Evrópusambands sjóstangveiðifélaga og hinn fyrir Heildverslunina Aríu,sem selur hinar frábæru hársnyrtivörur Indola.

Kata  - 02:58 -

Nedstat Basic - Free web site statistics






TIL BAKA Á GÖMLU SÍÐU

VEFHÖNNUN · MYNDVINNSLA · GRAFÍK · AUGLÝSINGAR · BÆKLINGAR