|
|
|
HUGARFLUG |
|
þriðjudagur, maí 11, 2004
Indiana leggur nótt við dag í vinnu við Útskriftarsýningu Listháskólans laugardaginn 15. maí 2004.
hér er smá lesning um hvers vænta má.
Verk nemenda úr myndlistardeild og hönnunar-og arkitektúrdeild Í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Opnun laugardaginn 15. maí kl. 14.00.
Tískuhönnun, siðferði í auglýsingum, mannbætandi herferðir, dósapressa, sjálfslökkvandi útvörp, vídeóverk, málverk, heimasíður, snertihljóðfæri, spil fyrir óþekkar stelpur, kústur sem er líka gítar og gerir heimilisstörfin skemmtilegri, handbók í mótmælum, lífrænn gettoplaster, teiknmynd með frumsaminni tónlist, gufubað, kjúklingabein, fótbolti úr glæru plasti og jeppar í fullri stærð...
Indíana leggur mikinn metnað í verkið sitt, og er búin að vinna baki brotnu fram á rauðar nætur. Hér sjáið þið mynd af útskriftarverki Indíönu, sem er enn á vinnslusstigi
![](http://www.hunkubakkar.is//Kata/images/inda_bill%20copy.jpg) SMELLTU Á MYND TIL AÐ SJÁ STÆRRI
Hún var í viðtali hjá Morgunblaðinu í dag, sem að birtist einhvern næstu daga.
Indíana og við öll hin, hvetjum alla vini-og fjölskyldu og aðra til að mæta á sýninguna.
Allir velkommnir ! Nauðsynlegt að fá comment á verkin sín.
Sýnum þessum vel frambærilegu ungu listamönnum stuðning á sínum fyrstu dögum sem útskrifaðir listamenn.
Kata -
17:04 -
|
|
|
|
|
VEFHÖNNUN · MYNDVINNSLA ·
GRAFÍK · AUGLÝSINGAR · BÆKLINGAR
|
|