HUGARFLUG

 

 

 

 

 

 

 

 


sunnudagur, febrúar 20, 2005
Villta dýralífið í London.
Við komum í byrjun desember, veðrið var eins og nokkuð heit sumarnótt á Íslandi. Grasið var grænt enn.Laufin aðeins farin að falla á trjánum. Heitara úti en inn í húsinu sem Indíana býr í. Hrollkalt þar...
Arinn í tveimur herbergjum sem ætlaður hefur verið til að brenna kolum, í húsi sem byggt var um aldamótin, engin einangrun. Það má ekki lengur brenna kolum í Englandi og dýrt að kynda.
Þegar Alex var hér, og kom í bústaðinn í sveitinni,sagði ég honum stolt af tófu sem var þar nærri og virtist alveg standa á sama um hvað sauðfjárbændum finnst um hana ...var bara þarna róleg niður á túni. Mjög grobbin hvað þetta væri nú allt "eðlilegt og náttúrlegt hér á Íslandi"Villta lífið alveg í túngarðinum í sveitinni...hehe. Honum fannst ekki mikið til um það og sagði að það væru fullt af refum í London í almenningsgörðunum og væru hálfgerð plága, því þeir færu svo í ruslatunnurnar. *eg trúði honum með semingi.....en....Þetta er alveg rétt, þessa mynd tók í ég í bakgarðinum hjá Indíönu.
Refir út um allt...tætingslegir, og druslulegir, líkastir villtum hundum sem hafa sætt sig við tilveru mannsins því þeir geta étið úr tunnunum þeirra. Betra að lifa í borgunum, heldur en að vera hundeltur af "aðlinum" í sveitum á refaveiðum. Dýrin sáu við manninum ;)

Þessa mynd tók Alex af Íkorna sem hann hændi til sín. Bjó til smjörkúlu með allskonar góðgæti í.
Hann er mikið náttúrbarn,og hefur gaman af dýrum, auk þess að vera yndislegur maður.


Kata  - 04:15 -

Nedstat Basic - Free web site statistics






TIL BAKA Á GÖMLU SÍÐU

VEFHÖNNUN · MYNDVINNSLA · GRAFÍK · AUGLÝSINGAR · BÆKLINGAR