HUGARFLUG

 

 

 

 

 

 

 

 


miðvikudagur, mars 30, 2005
Guði sé lof að ekki fór verr !
Bílbeltin björguðu mömmu frá stórslysi þegar bíllinn hennar valt fyrr í dag, í lausamöl.Bíllinn rann í mölinni utan í barð og annað dekkið affelgaðist, fór síðan eina veltu.Hún ákvað að verða eftir í bústaðnum eftir páskahelgina og var að koma frá að keyra pabba niður á Bakkaflugvöll. Hún náði sjálf að hringja í neyðarlínuna, og slapp ómeidd út úr slysinu, að best sé vitað. Hún bar sig vel þegar ég talaði við hana í dag. Tók sér meir að segja bílaleigubíl aftur upp í hlíð. Pabbi ákvað að fljúga aftur upp á land og Gilli bróðir sótti hann og tók þá þessar myndir af bílnum.


eins og sjá má lítur bílinn fyrir að vera gjörónýtur
smellið á myndir til að sjá stærri


Þessar myndir voru teknar af mömmu í bústaðnum um páskahelgina.
Elsku mamma...við erum ákaflega þakklát fyrir að ekki fór verr. Hafðu það sem allra best í sveitinni.


Kata  - 03:34 -

Nedstat Basic - Free web site statistics






TIL BAKA Á GÖMLU SÍÐU

VEFHÖNNUN · MYNDVINNSLA · GRAFÍK · AUGLÝSINGAR · BÆKLINGAR