HUGARFLUG

 

 

 

 

 

 

 

 


miðvikudagur, júní 01, 2005
Þegar "MELANCHOLY' ían " sækir að...
Hefur mér alltaf þótt gott að blaða í ljóðabókum eða heimspeki. Walt Whitman hefur verið í sérstöku uppáhaldi hjá mér síðan 1994. Þrátt fyrir að eiga 2 útgáfur af ljóðabókinn "Leaves of grass" sló
ég inn í google,nafninu hans og fékk þá þessa frábæru síðu upp.Þar má finna prósa og ljóð eftir hann.



Walt Whitman fæddist 31. maí 1819 og dó 26. mars 1892.

Þessi vefsíða sem gefur út sígild rit á netinu. Þar er hægt að nálgast skáldsögur og ljóð eftir þekkta höfunda, handbækur í landafræði, líffræði, tilvitnanir, enska málfræði, orðsifjafræði, orðabók, alfræðiorðabók og auk þess heilu bækurnar eftir ýmis konar höfunda. Árið 1993 hóf Steven H. van Leeuwen tilraunir á netinu með útgáfu rita og 1999 varð Bartleby.com að virtu útgáfufyrirtæki. Á síðunni er gagnagrunnur (database) með yfir 370.000 síðum. Þar er einnig stærsta tilvitnana gagnagrunnurinn á veraldarvefnum. Hér eru nokkur dæmi um notagildi síðunnar: Sé smellt á hnappinn nonfiction (bókm. í óbundnu máli aðrar en skáldskapur) má finna þýðingar eins og Confessiones eftir heilagan Ágústínus, Discourse on Method eftir René Descartes, On the Inequality among Mankind eftir Jean Jacques Rousseau, The Meditations of Marcus Aurelius og Lives eftir Plutarkos. Þar eru einnig bækur á borð við The Origin of Species eftir Charles Darwin, Wealth of Nations eftir Adam Smith, On Liberty eftir John Stuart Mill, Relativity eftir Albert Einstein og Prose Works eftir Walt Whitman. Ef smellt er á Fiction (skáldskapur) birtist listi yfir fjöldamarga höfunda og bækur eftir þá. Þar má nefna Charles Dickens, Fjodor Dostojevski, Goethe, Hómer, Victor Hugo, Edgar Allan Poe, Shakespeare, Tolstoj og Virginia Woolf. Helstu kostir síðunnar eru ljóðin og smásögurnar vegna þess að þær má lesa á stuttum tíma á skjánum eða prenta út á fáum blöðum. Þessa síðu kalla ég kærkomna gjöf fyrir alla, ljóð- og bókelskandi. Þannig að ef ykkur leiðist eða eruð andvaka eða vantar andlega næringu kíkið þá á Bartleby.com


Kata  - 03:03 -

Nedstat Basic - Free web site statistics






TIL BAKA Á GÖMLU SÍÐU

VEFHÖNNUN · MYNDVINNSLA · GRAFÍK · AUGLÝSINGAR · BÆKLINGAR