HUGARFLUG

 

 

 

 

 

 

 

 


fimmtudagur, júní 09, 2005
Setið við grafík handa vinum,vandamönnum og ættingjum....
Mikið um útskriftir og afmæli þessa dagana. Með höfuðið fullt af hugmyndum, þá er bara koma þeim á blað ( tölvuna og photoshop).Afrekaði að hanna 2 útskriftargjafir, ásamt tveimur afmælisgjöfum. Set afraksturinn á síðuna að afloknum boðum. Vonandi verða allir ánægðir með sína gjöf :-)
(elsku Begga mín, boðskortið er alveg að koma )
Núna er mál að hvíla sig, og enda ég oft dagsverkið við að leita uppi góðan texta sem einhverjir aðrir orða betur en ég.....
Mig langar að deila eftirfarandi speki 'með gestum mínum...................lesa vel

Viðhorf- eftir Charles Swindall
Því lengur sem ég lifi, því betur skil ég þau áhrif sem viðhorf okkar til lífsins hafa. Viðhorf eru mér mikilvægari en staðreyndir. Þau eru mikilvægari en fortíðin, nám peningar, kringumstæður, mistök og velgengi. Mikilvægari en það sem annað fólk hugsar, segir og gerir. Viðhorf eru mikilvægari en útlit, meðfæddir eiginleikar og hæfni. Þau munu ráða úrslitum um velgengni eða þrautargöngu. Hið undraverða er að við getum valið um það hvaða viðhorf við temjum okkur á hverjum degi. Við getum ekki breytt þeirri staðreynd að fólk mun hegða sér öðruvísi en við viljum. Við getum ekki breytt því óumflýjanlega. Hið eina sem við getum gert er að spila úr því sem við ráðum yfir, viðhorfum okkar. Ég er sannfærður um að lífið markast einungis 10% af því sem gerist en 90% af því hvernig við bregðumst við. Við ráðum okkar eigin viðhorfum
Góða nótt, mál að fara að sofa
bestu kveðjur
næturdrottningin ;)

Kata  - 02:43 -

Nedstat Basic - Free web site statistics






TIL BAKA Á GÖMLU SÍÐU

VEFHÖNNUN · MYNDVINNSLA · GRAFÍK · AUGLÝSINGAR · BÆKLINGAR