HUGARFLUG

 

 

 

 

 

 

 

 


mánudagur, ágúst 15, 2005
Frábær Eyjaferð

Fór með Fannar Mána með Herjólfi, í blíðskaparveðri. Hann hljóp um allt skip, hoppandi af ánægju og fannst mikið merkilegt að sigla á "vatninu". Simmi bróðir lofaði honum að koma upp í stýrishús og skoða allt þar, ásamt því að bjóða okkur klefann sinn.Fannar mátti ekki vera að leggja sig, því það var mikið að skoða á skipinu. Tekið á móti okkur með kostum og kynjum að venju af pabba og mömmu. Ég labbaði með honum um alla eyju og hér sjáið þið nokkrar myndir teknar á Stakkagerðistúninu, þar sem Fannar sýndi snilld sína í golfi, sem hann hefur mikla ánægju af.
(smellið á myndir til að sjá stærri)

Fyrst er að setja "Téið" fyrir kúluna, æfa svo sveifluna

Hitta svo á kúluna, og horfa á eftir hvert hún fór.


Golfarinn mikli, bara rétt nýorðinn 2 ára og þegar slær af miklu öryggi og hittir kúluna


Fórum síðan til kirkju á sunnudeginum til að vera viðstödd skírnina.
Þessi yndislega stúlka heitir María Fönn. Eftir mikil veisluhöld, héldum við af stað
á Herjólfi áleiðis til Þorlákshafnar. Fleiri myndir
hér

Kata  - 01:52 -

Nedstat Basic - Free web site statistics






TIL BAKA Á GÖMLU SÍÐU

VEFHÖNNUN · MYNDVINNSLA · GRAFÍK · AUGLÝSINGAR · BÆKLINGAR