HUGARFLUG

 

 

 

 

 

 

 

 


fimmtudagur, mars 16, 2006
Leggðu þitt af mörkum
Átt þú einhvern að sem er öryrki eða ellilífeyrisþegi ? Ertu ánægð/ur með kjörin hans/hennar?Veistu það ekki?......... Fáðu þá að kíkja á launaseðla viðkomandi.
Öryrkjum og ellilífeyrisþegum er haldið í fátæktarkreppu með óréttlátum lögum, þeir missa húsin sín og aðrar eigur, safna skuldum og jafnvel svelta. Myndir þú vilja sækja um vinnu og komast að því að launin þín væru algerlega miðuð við laun maka þíns?.... Nei, ég hélt ekki. Tekjutenging við laun maka veldur því að ef makinn hefur 250 þús. kr. á mán. eða meira fær öryrkinn frá 40 þús. og niður í ekki neitt. Úr lögum: Lífeyririnn byrjar að skerðast ef tekjur einstaklings eða hjóna hvors um sig eru hærri en að meðaltali 160.857 kr. á mánuði, en fellur alveg niður þegar tekjurnar ná að meðaltali 252.349 kr. á mánuði Þess vegna heiti ég á þig að skrifa undir áskorun til Alþingis og ríkisstjórnar um að breyta lögum á þessu þingi: Afnema tekjutengingu og hækka laun öryrkja og ellilífeyrisþega.Vegna ömmu þinnar, afa, vinar, systkina eða annarra öryrkja eða ellílífeyrisþega sem þú þekkir. Einnig vegna þín sem á morgun gætir lent í því að verða öryrki. Já, og öll eldumst við vonandi.
Leggðu þitt af mörkum hér.

Kata  - 11:18 -

Nedstat Basic - Free web site statistics






TIL BAKA Á GÖMLU SÍÐU

VEFHÖNNUN · MYNDVINNSLA · GRAFÍK · AUGLÝSINGAR · BÆKLINGAR