HUGARFLUG

 

 

 

 

 

 

 

 


þriðjudagur, janúar 16, 2007
Jólin búin og daglegt líf komið í skorður.
Ákvaðum að eyða síðustu dögum jóla í eyjum og fór nær öll fjölsk. til að njóta skemmtilegheita þrettándans þar. Alltaf einhver ævintýraljómi yfir þrettándanum þar og mikið haft við til að gera daginn hátíðlegan. Mamma og Pabbi tóku vel á móti allri hersingunni að vanda. Langar að nota tækifærið og óska öllum vinum og vandamönnum Gleðilegs og gæfuríks árs. Er viss um að þetta ár eigi eftir að verða gott og tími mikilla breytinga hjá undiritaðri.Hér sjáið þið nokkrar myndir úr ferðinni.


Indíana og Fannar Máni að leik í "skátastykkinu"
Veltumst þarna um í leikjum og náðum í barnið í sjálfum okkur með aðstoð Fannars



Indíana bjó Fannar Mána út sem vélmenni á klukkutíma , þegar uppgötvaðist að grímubúningurinn hans gleymdist í Rvk.


Jólsveinarnir voru líflegir og góðir við börnin og gáfu sér tíma til að spjalla við alla krakka sem gáfu sig á tal við þá. Hlakkar sjálfsagt til að komast í frí eftir jólatörnina. ;)


Það var fallegt yfir að líta um hádegi 7. janúar þegar við flugum á Bakka. Elliðaey og Bjarnaey í forgrunni


Það mátti vart á milli sjá...Hvort skemmti sér betur !

Kata  - 12:38 -

Nedstat Basic - Free web site statistics






TIL BAKA Á GÖMLU SÍÐU

VEFHÖNNUN · MYNDVINNSLA · GRAFÍK · AUGLÝSINGAR · BÆKLINGAR