HUGARFLUG

 

 

 

 

 

 

 

 


fimmtudagur, febrúar 09, 2006
LONG TIME...NO SEE !
Er ekki kominn tími á að fara skrifa eitthvað ?
Svo mikið búið að vera gera, og ég ekki nennt neinu bloggerí.
Þó það sé nú ekki mikið sem mér liggur á hjarta, úr mínu daglega lífi, þá varð kveikjan að þessu bloggi lítið sniðugt bréf sem ég fékk frá henni Olgu, og langar að birta það hér á eftir.
Það fékk mig til að skella upp úr hátt og vel í vinnunni. Öll þessi "sætu nöfn" sem börn eru skírð í dag...Hugsið ykkur, ef þeim er "vitlaust" raðað saman og lesið hratt yfir.
Það er náttúrlega nauðsynlegt að nútímavæða lestrarbækurnar svo að börnin finni sig í þeim:
Bekkjarafmælið.
Ósk Ýr gekk rösklega með Branda Ara í afmælið til Egils Daða því hún var að verða of sein að sækja Leif Arnar og Loft Stein í leikskólann. Borgar Vörður, pabbi Egils Daða, tók á móti þeim. Þarna voru Lind Ýr, Líf Vera, Sól Hlíf og Hreinn Bolli. Erlendur Hreimur kom blaðskellandi innan úr stofunni og vinkonurnar Vísa Skuld og Dís Ester fast á hæla honum. Mýra Þoka lét lítið fyrir sér fara úti í horni. Innan úr herbergi Egils Daða bárust ógurlegir skruðningar. ?#%=&#$&/(=!z#$!/!=!Línus Gauti, Barði Vagn og Mist Eik voru greinilega mætt. En hvar var Ríta Lín? Fyrir utan var Sædís Líf í rauðum fólksvagni. Hægt og sígandi nálgaðist Jökla Þoka eftir stígnum.Hún var orðin alltof sein í afmælið.

Heilmikið búið að vera ske í fjölskyldunni. Indiana nýbúin að eiga afmæli, varð 26 ára núna þann 5. febrúar. Hjartans hamingjuóskir með afmælið elsku stelpan mín ! Meira hvað þessi börn manns eldast, þau fara ná mér ;) Langar að benda fjölsk. og vinum Indíönu á Skype þar sem hægt er að tala við hana frítt. Getið downloadað því frítt hér Fannar Máni spjallar stundum við hana á skype, og fyrsta setningin sem hann segir ávallt við hana : Indíana...KOMA HEIM !
Þau eru bestu vinir sem hugsast getur og allir á heimilinu falla í skuggann ef Indiana er nálægt.


Indíana og Fannar Máni á jólunum í sveitinni
(smellið á mynd til að sjá stærri)

Ágústa og Hlynur eignuðust yndislegan dreng þann 4. janúar síðastliðinn.
Þegar er búið að nefna krúttpjakkinn, og er nafn hans Reynar Hlynsson.
Elsku Ágústa og Hlynur.... Hjartans hamingju-og heillaóskir. Er á leiðinni að sjá hann og er þegar búin að gera sængurgjafirnar. Kem mjög fljótlega að sjá hann :).Reynar er kominn með síðu þar sem hægt er að fylgjast með honum, fyrir þau okkar sem sjáum hann ekki oft. (kominn tengill á hann hér til hliðar)


Reynar Hlynsson
(smellið á mynd til að sjá stærri)

Sjáið þið bara þessi stóru fallegu augu. !Ég kíki oft á síðuna hans og gaman að sjá hann vaxa og dafna, og tók mér það bessaleyfi að grafikera nokkrar myndir. Úff... ég er alveg ferleg í heimsóknarmálunum... Elsku litlu frændsystkini mín, Clara og Sigmar sem áttu afmæli í jan og feb.
Á líka eftir að koma með afmælisgjafirnar ykkar. Það verður víst seint sagt að ég sé mikið á ferðinni, nema í og úr sveitinni. Tek mér STÓRVISITERINGADAG mjög fljótlega.

Ætla ekki að fá bloggþreyti strax . Jæja... er þetta bara ekki orðið nokkuð gott í bili ?


Kata  - 23:50 -

Nedstat Basic - Free web site statistics


TIL BAKA Á GÖMLU SÍÐU

VEFHÖNNUN · MYNDVINNSLA · GRAFÍK · AUGLÝSINGAR · BÆKLINGAR