HUGARFLUG

 

 

 

 

 

 

 

 


fimmtudagur, mars 16, 2006
Unnið að útstillingu.
Góðan og blessaðan daginn aftur. Mikið að ske hjá mér í augnablikinu, og miklar breytingar virðast framundan. Hef verið hvött til að koma hönnun minni á framfæri og er því byrjuð að vinna í vefsíðu þar sem bolirnir mínir, ásamt öðru verða til sýnis og sölu.

Mun brátt koma tengill á þessa hönnunarsíðu þar sem hægt verður að virða fyrir sér margt af því sem ég hef verið að gera. Mig vantar nafn á "barnið"... Ég mun veita vegleg verðlaun fyrir rétta nafnið, úttekt að upphæð kr. 15.000,- Ef mörg góð nöfn berast, þá mun ég hafa könnun hér á síðunni til að velja rétta nafnið.
Ég yrði afskaplega þakklát ef að sem flestir sæu sér fært að taka þátt.

Kata  - 13:34 -

Okkar ástkæra og ylhýra tungumál.
Hvernig væri nú að kenna honum Alex, kærasta Indíönu nokkra málshætti á íslensku ?eða hvernig ætti ég að þýða sum orð ? hmm.......
1. The raisin at the end of the hot-dog = Rúsínan í pylsuendanum.
2. I measure one-pulled with it = Ég mæli eindregið með því.
3. Now there won't do any mitten-takes = Nú duga engin vettlingatök.
4. I come completely from mountains = Ég kem alveg af fjöllum.
5. Thank you for the warm words into my garden = Þakka þér fyrir hlý orð í minn garð.
6. Everything goes on the back-legs = Það gengur allt á afturfótunum.
7. He's comepletely out driving = Hann er alveg úti að aka.
8. It lies in the eyes upstairs = Það liggur í augum uppi.
9. She gave me under the leg = Hún gaf mér undir fótinn.
10. He stood on the duck = Hann stóð á öndinni.
11. I teach in breast of him = Ég kenni í brjósti um hann.
12. On with the butter!!! = Áfram með smjörið!
13. In a green bang = Í grænum hvelli
14. I springteach him = Ég vorkenni honum
15. Front seat advise Sir = Forsætisráðherra
16. Stomp steel into them = Stappa stálinu í þá
17. Hot spring river this book = Hver á þessa bók?
18. Nobody becomes an unbeaten bishop = Enginn verður óbarinn biskup
19. I took him to the bakery = Ég tók hann í bakaríð
20. I will find you on a beach = Ég mun finna þig í fjöru
21.To put someone before a cats nose = Að koma einhverjum fyrir kattarnef
22. I only pay with an angry sheep = Ég borga bara með reiðufé
23. I'll show him where David bought the ale = Ég! skal sýna honum hvar Davíð keypti ölið.
24. I will not sell it more expensive than I bought it = Sel það ekki dýrara en ég keypti það
25. He doesn't walk whole to the forrest = hann gengur ekki heill til skógar


©allur réttur áskilinn Katrín Gísladóttir

eða finnst ykkur að ég ætti bara sleppa þessum vitrænu íslensku málsháttum ?


Kata  - 11:50 -

Leggðu þitt af mörkum
Átt þú einhvern að sem er öryrki eða ellilífeyrisþegi ? Ertu ánægð/ur með kjörin hans/hennar?Veistu það ekki?......... Fáðu þá að kíkja á launaseðla viðkomandi.
Öryrkjum og ellilífeyrisþegum er haldið í fátæktarkreppu með óréttlátum lögum, þeir missa húsin sín og aðrar eigur, safna skuldum og jafnvel svelta. Myndir þú vilja sækja um vinnu og komast að því að launin þín væru algerlega miðuð við laun maka þíns?.... Nei, ég hélt ekki. Tekjutenging við laun maka veldur því að ef makinn hefur 250 þús. kr. á mán. eða meira fær öryrkinn frá 40 þús. og niður í ekki neitt. Úr lögum: Lífeyririnn byrjar að skerðast ef tekjur einstaklings eða hjóna hvors um sig eru hærri en að meðaltali 160.857 kr. á mánuði, en fellur alveg niður þegar tekjurnar ná að meðaltali 252.349 kr. á mánuði Þess vegna heiti ég á þig að skrifa undir áskorun til Alþingis og ríkisstjórnar um að breyta lögum á þessu þingi: Afnema tekjutengingu og hækka laun öryrkja og ellilífeyrisþega.Vegna ömmu þinnar, afa, vinar, systkina eða annarra öryrkja eða ellílífeyrisþega sem þú þekkir. Einnig vegna þín sem á morgun gætir lent í því að verða öryrki. Já, og öll eldumst við vonandi.
Leggðu þitt af mörkum hér.

Kata  - 11:18 -

Stelpur... kíkið á þetta ! Evgeni Plushenko - Sex Bomb!
bara varð að deila þessu með ykkur,tær snilld.Fékk þennan link á síðunni hennar Guðnýar.

Kata  - 02:16 -

miðvikudagur, mars 15, 2006
Grímur opnar framleiðslu sína í nýju húsnæði
Bræður mínir, Grímur, Gísli og Sigmar standa saman að þessu fyrirtæki.Mig langaði að óska þeim hjartanlega til hamingju og óska þeim alls hins besta í framtíðinni.Hér getið þið séð viðtal við Grím og nýja húsnæðið.
ps. er búin að uppfæra nokkra tengla sem voru óvirkir og bæta nýjum við.

Kata  - 23:35 -

þriðjudagur, mars 14, 2006
Indíana komst inn í Slade Listháskólann í London.
Eftir góðan undirbúning og ásamt miklum hæfileikum fékk hún inngöngu í þennan virta Listaháskóla.
Ætlar að klára þar MFA nám í skúlptúr.Einnig var Alex kærasti hennarað fá vinnu sem full-time audio-visual tæknimaður í British Museum. TIL HAMINGJU INDÍANA MÍN OG ALEX !
Og þakkir fyrir frábærar móttökur og hjálpina alla þegar ég og mamma komum í heimsókn.


Kata  - 01:57 -

miðvikudagur, mars 01, 2006
Nei.......getur ekki verið! Á ég virkilega 23 gamla dóttur ?
Já, og eina eldri líka, ég eldist víst líka.
Æ... er víst 46 ára í dag.
Hjartans hamingjuóskir með daginn elsku Katrín Eva mín.
Ótrúlegt hvað tíminn líður hratt

Kata  - 05:38 -

Nedstat Basic - Free web site statistics






TIL BAKA Á GÖMLU SÍÐU

VEFHÖNNUN · MYNDVINNSLA · GRAFÍK · AUGLÝSINGAR · BÆKLINGAR