HUGARFLUG

 

 

 

 

 

 

 

 


föstudagur, nóvember 28, 2003
Sveitin kallar....


Orðin eitthvað leið á borginni í bili. Ætla að fara upp í sveit á morgun í rólegheitin.
Var að hugsa um að fara skreyta eitthvað upp í bústað. Mamma og Pabbi ætla að skutla okkur
Mæju,þar sem það er aðeins einn bíll á heimilinu í bili.Mikið verður gott að komast úr hávaðanum
og stressinu hér.Kveð ykkur sem lesið þetta með fallegri Norðurljósamynd, Emil Þórs Ljósmyndara,(kemur út Ljósm.bók eftir hann á næstu dögum )Þangað til.... bless, og hafið það gott um helgina.


Kata  - 03:44 -

laugardagur, nóvember 22, 2003
Matarboð....



Siggi og Begga buðu okkur út að borða á Vox....Ég hef aldrei upplifað svona glæsilegt boð fyrr, Maturinn þar.......hélt við ættum góða matreiðslumenn, en þetta....matur lagaður af ástríðu, bragðið, (ef maður má sletta."Geðveikt.")guðdómlegt. Þegar ég verð gömul ætla ég að nota þetta sem viðmiðun,líkt og fyrir og eftir gos, þegar ég fór út að borða á VOX. Kærar þakkir Siggi stórkokkur og Begga rithöfundur...... gleymi þessu aldrei.

Kata  - 04:20 -

föstudagur, nóvember 21, 2003
Auglýsing unnin fyrir Auðsholtshjáleigu



Bakgrunnur lengdur og aukið við hraðann, til að gera myndina meira spennandi.


unnið eftir þessari mynd


Kata  - 00:52 -

fimmtudagur, nóvember 20, 2003
GILLI BRÓÐIR HVAÐ !!! hehe



Gilli var "eldgamall" þegar hann byrjaði að ganga, 7 mán, miðað við suma ;-)Fleiri undrabörn bætast í hópinn.....Fannar Máni 3 1/2. mánaða. Katrín Eva stórljósmyndari tók myndina í kvöld

Kata  - 04:50 -

miðvikudagur, nóvember 19, 2003
3 tillagan



Býst við að þetta verði lokaniðurstaðan.

Kata  - 13:52 -

Búið að vera mikið að gera undanfarið,lítið mátt vera að blogga.




Tillögur að auglýsingu í erlent hestatímarit.

Kata  - 13:44 -

fimmtudagur, nóvember 13, 2003
Útgáfudagur bókarinnar hennar Berglindar "HVAÐ ER MÁLIÐ" var í dag.


Var boðið í útgáfuteiti af því tilefni á Hótel Borg. Það var mjög skemmtilegt. 3 þrælgóðar unglingahljósveitir spiluðu....Búdrýgindi - Amos - og Heimskir synir. Þessar hljómsveitir eiga eftir að ná langt.Begga mín...hér er kortið sem ég gleymdi heima, í flýtinum við að komast á réttum tíma í útgáfuhátíðina.Læt þig hafa það á morgun. Enn og aftur til hamingju. Doktor.is er með sérstakan vef tileinkaðan bókinni og og spurningum og svörum unglinganna tengdri henni. Endilega kíktu á vefinn hérna

Kata  - 22:32 -

miðvikudagur, nóvember 12, 2003
MIKIÐ ER ÉG STOLT AF BÖRNUNUM MÍNUM - LISTAKVÖLDIN SKILUÐU SÉR


Katrín Eva er að vinna við videoklippingar með námi, m.a. við Atvinnumanninn (sýnt á skjá 1)
auk grófklippingar við Lata Bæ. Hún hefur gott myndrænt auga eins og þið sjáið hér á myndunum af Sigmari og Clöru.Segi ykkur nánar frá þessu "frægu" listakvöldum síðar. Næsti "póstur" verður tileinkaður
Indíönu sem dvelur nú við nám í Helsinki í listhákólanum þar.


Kata  - 05:07 -

laugardagur, nóvember 08, 2003
Hlynur dó í morgun, eftir að hafa barist hetjulega við krabbamein


Eftir lifir minning um góðan og yndislegan dreng. Guð veri með þér Njóla mín og fjölskyldu ykkar.

Kata  - 15:41 -

mánudagur, nóvember 03, 2003
Ég hef ekki haft mikinn tíma til að sinna myndablogginu mínu undanfarið sökum anna.
Er að vinna við Ljósmyndabók Emil þórs, sem á að koma út núna fyrir jólin.
Ég ætla að fara í friðinn í Fljótshlíðinni, til að vinna 2-3 daga að því verki.
Mun setja nýtt efni inn þá á þetta myndablogg mitt.
Eigið góðan dag öllsömul sem lesið þetta......
Sjáumst !

Kata  - 16:07 -

Fleiri bls.úr Bókinni "Hvað er málið? "


Vefsetrið doktor.is, hefur samvinnu við útgefendur bókarinnar og mun sérstakur vefur innan þess,vera til umræðna og svara fyrir lesendur HVAÐ ER MÁLIÐ ?

Kata  - 16:03 -

Berglind Sigmarsdóttir, annar höfundur bókarinnar.


Hún hefur unnið mikið þrekvirki með þessari bók. TIL HAMINGJU BEGGA !

Kata  - 16:00 -

Fleiri bls.úr Bókinni "Hvað er málið? "


Bókin verður gefin út af JPV útgáfu,nú í nóvember

Kata  - 15:57 -

laugardagur, nóvember 01, 2003
B.S.A lightning árg,1972


Æ.....hvað ég vildi þú værir gangfær......hlusta á malandi hljóðið,þurfa að jumpstarta, dæla upp á "torana!
Get sjálfri mér um kennt. Sorry.......peningarnir fóru í sumarbústaðinn. En þinn tími mun koma!!!!


Kata  - 06:44 -

Ég trúi á heilagt tvíeyki, bifhjólið og manninn. Ég trúi á lífið og bensínið, bremsurnar og dauðann, og inngjöf að eilífu. Amen. skrifað alltof seint af Kötu, fyrir lifendur og dauða

Kata  - 06:00 -

Í TILEFNI 10 ÁRA AFMÆLIS VÉLHJÓLAFJÉLAGS GAMLINGJA



Til hamingju með 10 ára afmælið! Bolahönnun fyrir afmælisár "Gamligjanna". (gert í tvílit. þ.e. gull og silfri)ÞEIR ÆTLA AÐ HALDA UPP Á AFMÆLIÐ Í KVÖLD !(skrifað alltof seint aðfaranótt 1.nóv.2003)

Kata  - 05:45 -

Nedstat Basic - Free web site statistics






TIL BAKA Á GÖMLU SÍÐU

VEFHÖNNUN · MYNDVINNSLA · GRAFÍK · AUGLÝSINGAR · BÆKLINGAR