HUGARFLUG

 

 

 

 

 

 

 

 


fimmtudagur, júní 23, 2005
Bjarki útskrifast á laugardaginn 25. júní !
Þessi bráðmyndarlegi og skemmtilegi tengdasonur minn
er að útskrifast úr Háskólanum sem sameindalíffræðingur.
Elsku Bjarki minn....Hjartanlega til hamingju með þennann frábæra árangur !

Kata  - 01:49 -

miðvikudagur, júní 22, 2005
Þessi bloggsíða er mjög líkleg til að hækka greindarvísitölu þína


Er ekki Indjáninn bara byrjuð að blogga ?

"Mig langadi nu ad hrosa idnadarmalaradherra, Valgerdi Sverrisdottur, fyrir vasklegan framgang og framkvaemdagledi vid ad skipuleggja framtid vorrar fosturjardar. Thad sem er lika svo gott vid orkufreka storidju er thetta nyja landslag sem thad myndar. A nokkurra ara fresti baetist vid glaenytt stoduvatn thar sem adur voru bara dalir. Hverjum finnst ekki stoduvotn flott? Og erum vid ekki buin ad sja Gullfoss einum of oft?

Brot úr bloggi Indíönu á nýju síðunni hennar.
Til hamingju með nýju síðuna þína Indíana mín. Gott að geta fylgst með svona úr fjarlægð. Við söknum þín, öll fjölskyldan. ástarkveðjur.
Ertu ekki að fara koma í hitabylgjuna hér á Fróni ?

Kata  - 20:23 -

fimmtudagur, júní 09, 2005
Setið við grafík handa vinum,vandamönnum og ættingjum....
Mikið um útskriftir og afmæli þessa dagana. Með höfuðið fullt af hugmyndum, þá er bara koma þeim á blað ( tölvuna og photoshop).Afrekaði að hanna 2 útskriftargjafir, ásamt tveimur afmælisgjöfum. Set afraksturinn á síðuna að afloknum boðum. Vonandi verða allir ánægðir með sína gjöf :-)
(elsku Begga mín, boðskortið er alveg að koma )
Núna er mál að hvíla sig, og enda ég oft dagsverkið við að leita uppi góðan texta sem einhverjir aðrir orða betur en ég.....
Mig langar að deila eftirfarandi speki 'með gestum mínum...................lesa vel

Viðhorf- eftir Charles Swindall
Því lengur sem ég lifi, því betur skil ég þau áhrif sem viðhorf okkar til lífsins hafa. Viðhorf eru mér mikilvægari en staðreyndir. Þau eru mikilvægari en fortíðin, nám peningar, kringumstæður, mistök og velgengi. Mikilvægari en það sem annað fólk hugsar, segir og gerir. Viðhorf eru mikilvægari en útlit, meðfæddir eiginleikar og hæfni. Þau munu ráða úrslitum um velgengni eða þrautargöngu. Hið undraverða er að við getum valið um það hvaða viðhorf við temjum okkur á hverjum degi. Við getum ekki breytt þeirri staðreynd að fólk mun hegða sér öðruvísi en við viljum. Við getum ekki breytt því óumflýjanlega. Hið eina sem við getum gert er að spila úr því sem við ráðum yfir, viðhorfum okkar. Ég er sannfærður um að lífið markast einungis 10% af því sem gerist en 90% af því hvernig við bregðumst við. Við ráðum okkar eigin viðhorfum
Góða nótt, mál að fara að sofa
bestu kveðjur
næturdrottningin ;)

Kata  - 02:43 -

þriðjudagur, júní 07, 2005
Frábær helgi með litla gleðigjafanum mínum honum Fannari Mána

Við gáfum honum lögguþríhjól sem hann var ákaflega ánægður með

Leiruðum og skoðum blómin

Honum fannst afi sinn ekki nógu fljótur að setja hjólið saman.
Fannar fær hlátursköst af minnsta tilefni,og hlær smitandi hlátri

orðið blómlegt í gróðurhúsinu

lært að blása á biðukollu, og bóndarósirnar svigna undir eigin þunga


sumarið farið að láta á sér kræla og ungviðið leikur sér


fleiri myndir hér

Kata  - 01:47 -

miðvikudagur, júní 01, 2005
Þegar "MELANCHOLY' ían " sækir að...
Hefur mér alltaf þótt gott að blaða í ljóðabókum eða heimspeki. Walt Whitman hefur verið í sérstöku uppáhaldi hjá mér síðan 1994. Þrátt fyrir að eiga 2 útgáfur af ljóðabókinn "Leaves of grass" sló
ég inn í google,nafninu hans og fékk þá þessa frábæru síðu upp.Þar má finna prósa og ljóð eftir hann.



Walt Whitman fæddist 31. maí 1819 og dó 26. mars 1892.

Þessi vefsíða sem gefur út sígild rit á netinu. Þar er hægt að nálgast skáldsögur og ljóð eftir þekkta höfunda, handbækur í landafræði, líffræði, tilvitnanir, enska málfræði, orðsifjafræði, orðabók, alfræðiorðabók og auk þess heilu bækurnar eftir ýmis konar höfunda. Árið 1993 hóf Steven H. van Leeuwen tilraunir á netinu með útgáfu rita og 1999 varð Bartleby.com að virtu útgáfufyrirtæki. Á síðunni er gagnagrunnur (database) með yfir 370.000 síðum. Þar er einnig stærsta tilvitnana gagnagrunnurinn á veraldarvefnum. Hér eru nokkur dæmi um notagildi síðunnar: Sé smellt á hnappinn nonfiction (bókm. í óbundnu máli aðrar en skáldskapur) má finna þýðingar eins og Confessiones eftir heilagan Ágústínus, Discourse on Method eftir René Descartes, On the Inequality among Mankind eftir Jean Jacques Rousseau, The Meditations of Marcus Aurelius og Lives eftir Plutarkos. Þar eru einnig bækur á borð við The Origin of Species eftir Charles Darwin, Wealth of Nations eftir Adam Smith, On Liberty eftir John Stuart Mill, Relativity eftir Albert Einstein og Prose Works eftir Walt Whitman. Ef smellt er á Fiction (skáldskapur) birtist listi yfir fjöldamarga höfunda og bækur eftir þá. Þar má nefna Charles Dickens, Fjodor Dostojevski, Goethe, Hómer, Victor Hugo, Edgar Allan Poe, Shakespeare, Tolstoj og Virginia Woolf. Helstu kostir síðunnar eru ljóðin og smásögurnar vegna þess að þær má lesa á stuttum tíma á skjánum eða prenta út á fáum blöðum. Þessa síðu kalla ég kærkomna gjöf fyrir alla, ljóð- og bókelskandi. Þannig að ef ykkur leiðist eða eruð andvaka eða vantar andlega næringu kíkið þá á Bartleby.com


Kata  - 03:03 -

Hér er svo að lokum 2 ljóð eftir Walt Whitman....Njótið
To a Stranger

PASSING stranger! you do not know how longingly I look upon you, You must be he I was seeking, or she I was seeking, (it comes to me, as of a dream,) I have somewhere surely lived a life of joy with you, All is recall’d as we flit by each other, fluid, affectionate, chaste, matured, You grew up with me, were a boy with me, or a girl with me, 5 I ate with you, and slept with you—your body has become not yours only, nor left my body mine only, You give me the pleasure of your eyes, face, flesh, as we pass—you take of my beard, breast, hands, in return, I am not to speak to you—I am to think of you when I sit alone, or wake at night alone, I am to wait—I do not doubt I am to meet you again, I am to see to it that I do not lose you.

When I heard at the Close of the Day

WHEN I heard at the close of the day how my name had been receiv’d with plaudits in the capitol, still it was not a happy night for me that follow’d; And else, when I carous’d, or when my plans were accomplish’d, still I was not happy; But the day when I rose at dawn from the bed of perfect health, refresh’d, singing, inhaling the ripe breath of autumn, When I saw the full moon in the west grow pale and disappear in the morning light, When I wander’d alone over the beach, and undressing, bathed, laughing with the cool waters, and saw the sun rise, And when I thought how my dear friend, my lover, was on his way coming, O then I was happy; O then each breath tasted sweeter—and all that day my food nourish’d me more—and the beautiful day pass’d well, And the next came with equal joy—and with the next, at evening, came my friend; And that night, while all was still, I heard the waters roll slowly continually up the shores, I heard the hissing rustle of the liquid and sands, as directed to me, whispering, to congratulate me, 10 For the one I love most lay sleeping by me under the same cover in the cool night, In the stillness, in the autumn moonbeams, his face was inclined toward me, And his arm lay lightly around my breast—and that night I was happy.

Kata  - 02:48 -

Nedstat Basic - Free web site statistics






TIL BAKA Á GÖMLU SÍÐU

VEFHÖNNUN · MYNDVINNSLA · GRAFÍK · AUGLÝSINGAR · BÆKLINGAR