HUGARFLUG

 

 

 

 

 

 

 

 


föstudagur, maí 28, 2004
Sjóstangveiðimóti sleppt í eyjum.
Aldrei þessu vant ákvað ég að sleppa stangveiðimótinu í eyjum. Hef verið á hverju móti
þar síðan 1994.Ákvað frekar aðeyða þessari löngu helgi í sveitasælunni,með Fannari Mána og fjölskyldunni. Hlakkar mikið til að fara :-)
Hér er smá kveðja til ykkar sem lesið þessa síðu. Ýttu á rauða takkan á bombunni.
Hvítasunnu kveðjur

Kata  - 17:38 -

þriðjudagur, maí 25, 2004
Endurnærð úr sveitinni
Eyddi helginni upp í bústað.Plantaði nokkrum Birkiplöntum ásamt því að prikla 100 stk af sumarblómum...nánar tiltekið Morgunfrú. Fyndið að blóm með þessu nafni skuli vera uppáhaldsblóm næturuglu eins og ég er.Mæðginin Njóla og Jón Freyr gistu hjá okkur okkur til ánægju og dagurinn tekinn snemma á sunnudeginum til að setja lambahrygginn í ofninn.Skömmu eftir hádegið skein sólin skært og himininn heiður eftir miklar rigningu deginum áður.Þröstur búinn að búa sér hreiður í rósarunnunum inn í gróðurhúsi og er ekkert hrifinn af þessari helgartruflun hjá eigendunum.
Jæja......nóg um helgina mína.Er að vinna að tveimur vefjum, þessa stundina.
Hér er smáuppkast af þeim. Annar er fyrir Íslandsdeild Evrópusambands sjóstangveiðifélaga og hinn fyrir Heildverslunina Aríu,sem selur hinar frábæru hársnyrtivörur Indola.

Kata  - 02:58 -

föstudagur, maí 21, 2004
VEYYYYYY......FERÐALAG MEÐ FJÖLSKYLDUNNI 21. maí 2004!!!!
Mikið fjör og mikið gaman.Frétti að það hefði verið búið að plana þetta fyrir 2 mánuðum...ha?......Bræðraferð?....

smelltu á  mynd til að sjá  stærri

.....ok,...VEYYYYY.....SYSTRAFERÐ!!!!! :-)

UPS...smáproblem,....á enga systur :-(


Kata  - 00:21 -

laugardagur, maí 15, 2004
Viðtal við Indíönu í Mogganum 14. maí 2004

Smelltu á MYND til að sjá stærri.
Hvet alla sem að lesa þetta til að sjá sýningu þessa upprennandi listafólks

Kata  - 01:47 -

miðvikudagur, maí 12, 2004
NÚ ER ÉG MIKIÐ REIÐ! ÓNÆGÐUSTU VIÐSKIPTAMENN Í BANKAKERFINU ERU VIÐSKIPTAMENN SPARISJÓÐSINS Í MJÓDD. Ég mun skrifa hér mikinn pistill til útskýringar á þessari skoðun minni á annað kvöld.Þar verður ekkert dregið undan.

Kata  - 19:30 -

þriðjudagur, maí 11, 2004
Indiana leggur nótt við dag í vinnu við Útskriftarsýningu Listháskólans laugardaginn 15. maí 2004.
hér er smá lesning um hvers vænta má.



Verk nemenda úr myndlistardeild og hönnunar-og arkitektúrdeild Í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi. Opnun laugardaginn 15. maí kl. 14.00.

Tískuhönnun, siðferði í auglýsingum, mannbætandi herferðir, dósapressa, sjálfslökkvandi útvörp, vídeóverk, málverk, heimasíður, snertihljóðfæri, spil fyrir óþekkar stelpur, kústur sem er líka gítar og gerir heimilisstörfin skemmtilegri, handbók í mótmælum, lífrænn gettoplaster, teiknmynd með frumsaminni tónlist, gufubað, kjúklingabein, fótbolti úr glæru plasti og jeppar í fullri stærð...


Indíana leggur mikinn metnað í verkið sitt, og er búin að vinna baki brotnu fram á rauðar nætur. Hér sjáið þið mynd af útskriftarverki Indíönu, sem er enn á vinnslusstigi


SMELLTU Á MYND TIL AÐ SJÁ STÆRRI

Hún var í viðtali hjá Morgunblaðinu í dag, sem að birtist einhvern næstu daga.
Indíana og við öll hin, hvetjum alla vini-og fjölskyldu og aðra til að mæta á sýninguna.
Allir velkommnir ! Nauðsynlegt að fá comment á verkin sín.
Sýnum þessum vel frambærilegu ungu listamönnum stuðning á sínum fyrstu dögum sem útskrifaðir listamenn.

Kata  - 17:04 -

mánudagur, maí 03, 2004
Agnes litla 1. árs, 4. maí


Hjartans hamingjuóskir með afmælið elsku frænka. Kærar kveðjur frá öllum í fjölskyldunni

Kata  - 23:24 -

Nedstat Basic - Free web site statistics






TIL BAKA Á GÖMLU SÍÐU

VEFHÖNNUN · MYNDVINNSLA · GRAFÍK · AUGLÝSINGAR · BÆKLINGAR