HUGARFLUG

 

 

 

 

 

 

 

 


fimmtudagur, september 16, 2004
Það er alltof mikið að gera hjá mér....
Til að ég hafi tíma fyrir bloggið.Hef verið að vinna að vef EFSA Ísland undanfarin kvöld og nætur.
Lítið komið inn á síðuna enn sem komið er, þó má sjá þar myndalbúm. Endilega kíkið á EFSA vefinn
Með réttu ætti ég að vera heima um helgina og halda áfram vinnu við hann, ja ....eða
hinn sem ég er með í burðaliðnum,þ.e heildverslun Ariu. EN....SVEITIN KALLAR.
Fer sennilega ein í þetta sinnið, því Auðunn er á leið til eyja á morgun, til Frosta bróðir
að flísaleggja ef það verður flug.Vinn kannski eitthvað úr vefefninu sem ég er komin með nú þegar
frá Ariu eða Efsa,ef ég nenni, í sveitasælunni. Annars er ágætt að liggja bara með tærnar upp í loft og
lesa góða bók og koma sér útúr öllu tölvustússi og stressi. Lífið er of stutt til þess að njóta þess ekki.
sjáumst hress fljótlega



Kata  - 23:50 -

föstudagur, september 10, 2004
Come on get happy.........shout Halelujah,and wash all your troubles away
I am back !
Vá, hvað maður er eitthvað "cheap"......
Ekki þarf maður nú mikið til að mar byrji að blogga aftur.
Ég fékk einn hvatningarpóst......ha,ha......
Nýkomin frá Írlandi þar sem ég tók þátt í Evrópumeistaramóti í sjóstangveiði.
Hætti snarlega við allar áætlanir um að sigra mótið,vegna þess að ég sá fyrir mér fleiri hundruð evrur í yfirvigt vegna veiðistanga og krystalsvasa.
Hver nennir eiginlega að standa í að safna svoleiðis drasli ?
Sérstaklega þegar hægt er að njóta tímans í að "mingla" með írum á góðri stund
syngjandi fram eftir nóttu og eyða síðan tíma við veiðiskapinn, (og þegar ekkert gengur)að maka framan í sig sólaráburði svo maður brenni ekki til dauða,hraustur íslendingurinn,fyrir framan sjónvarpskall frá BBC eða SKY að gera heimildarmynd um mótið.Ok.......ekkert að skammast sín fyrir mig ;-).......ég sagði bara þegar ég komst að því ég var 3 lægst á bátnum fyrsta daginn þegar stigin voru talin OG ÉG AÐEINS BÚIN AÐ FÁ 3 FISKA Á 8 TÍMUM........."THE WAY FROM HERE CAN ONLY BE UPWARDS !" EN.. næsta dag, UPS........2 fiskar og lægst á bátnum !
Hvað gerir maður þá ?.......
Kem syngjandi inn um leið og farið er yfir stigin í stýrishúsinu og
syngur: ALLWAYS LOOK ON THE BRIGTH SIDE OF LIFE.......DURUM, DURUM, DÚRÚBBÍDÚBÉI ;-)oK.........DAGUR 3 : JÚBBÍ.......... fékk aftur 3 fiska, og innilega þakklát að það fór ekki niður í 1 stykki.......segir við bátsfélagana frá öllum þjóðum : I THINK I AM BETTER DANCER THAN A FISHERMAN. Elskurnar mínar, ég glatt ykkur með einu, eins og Josephine sagði það svo eftirminnilega....."ok.... The Icelanders didnt win......BUT, they were the best dressed at all time and the must fun " Vill einhver meiri verðlaun en þetta ?
Gaman að vera komin aftur hingað til að "blogga"........vonandi verðið þið dugleg við að koma í spjallhornið hér til hliðar. Kærar kveðjur til ykkar sem lesið þetta bull í mér.


Kata  - 01:01 -

Nedstat Basic - Free web site statistics






TIL BAKA Á GÖMLU SÍÐU

VEFHÖNNUN · MYNDVINNSLA · GRAFÍK · AUGLÝSINGAR · BÆKLINGAR