HUGARFLUG

 

 

 

 

 

 

 

 


mánudagur, febrúar 28, 2005
Heimildarmyndin um Binna í Gröf sýnd í gærkvöldi.
Sigmar Gíslason og Jón Hermannsson stóðu að þessari mynd og fannst mér hún vel heppnuð. Og langar mig til þessa að óska þeim báðum hjartanlega til hamingju með myndina. Þetta hefur verið ákaflega mikil vinna að fara yfir allt þetta myndefni.Viðmælendur komust vel frá sínu, þótt kannski hefðu mátt vera meir af skemmtilegum sögum,sem spunnust í kringum manninn.
Til hamingju Simmi bróðir.....Þú varst upphafsmaðurinn að þessu og hrintir þessu í framkvæmd á meðan við hin töluðum bara um það.



Kata  - 14:04 -


Fékk Digital myndavél í afmælisgjöf frá Auðunn ,Katrín Evu og Bjarka.
Ég er afskaplega ánægð með myndvélina, henni fylgdi svo stórt kort að ég get tekið
200 myndir á bestu gæðum. Tók hana með mér upp í bústað um helgina til að taka myndir af framkvæmdunum þar.


Auðunn á fullu við smíðarnar. Loksins kommnir skápar :)

Horft inn að borðkrók og skápurinn fyrir skenkinn kominn upp.


Skáparnir kommnir á sinn stað.


Yndislegt að orna sér og stara í glæðurnar á kamínunni.


Kata  - 13:36 -

sunnudagur, febrúar 20, 2005
Hér er hún Indiana 7 ára.
Mér hefur alltaf þótt þessi mynd af henni svo frábær.
Við ætluðum að fara mála íbúðina uppi á Hólagötu 44 og ég hugsaði með mér...
Gaman að gera eitthvað skemmtilegt áður,klæddi systurnar þrjár í "málingagalla"
og málaði þær og sagði að við mættum skreyta þetta eins og við vildum.
Listagyðjunni sleppt lausri. Að vísu urðu teppin líka máluð óvart en þetta var gaman, og þeim fannst þetta æðislegt. Elsku Indiana mín......ég sakna þín.


smelltu á mynd til að sjá stærri , hún er þess virði !

Kata  - 18:48 -

Villta dýralífið í London.
Við komum í byrjun desember, veðrið var eins og nokkuð heit sumarnótt á Íslandi. Grasið var grænt enn.Laufin aðeins farin að falla á trjánum. Heitara úti en inn í húsinu sem Indíana býr í. Hrollkalt þar...
Arinn í tveimur herbergjum sem ætlaður hefur verið til að brenna kolum, í húsi sem byggt var um aldamótin, engin einangrun. Það má ekki lengur brenna kolum í Englandi og dýrt að kynda.
Þegar Alex var hér, og kom í bústaðinn í sveitinni,sagði ég honum stolt af tófu sem var þar nærri og virtist alveg standa á sama um hvað sauðfjárbændum finnst um hana ...var bara þarna róleg niður á túni. Mjög grobbin hvað þetta væri nú allt "eðlilegt og náttúrlegt hér á Íslandi"Villta lífið alveg í túngarðinum í sveitinni...hehe. Honum fannst ekki mikið til um það og sagði að það væru fullt af refum í London í almenningsgörðunum og væru hálfgerð plága, því þeir færu svo í ruslatunnurnar. *eg trúði honum með semingi.....en....Þetta er alveg rétt, þessa mynd tók í ég í bakgarðinum hjá Indíönu.
Refir út um allt...tætingslegir, og druslulegir, líkastir villtum hundum sem hafa sætt sig við tilveru mannsins því þeir geta étið úr tunnunum þeirra. Betra að lifa í borgunum, heldur en að vera hundeltur af "aðlinum" í sveitum á refaveiðum. Dýrin sáu við manninum ;)

Þessa mynd tók Alex af Íkorna sem hann hændi til sín. Bjó til smjörkúlu með allskonar góðgæti í.
Hann er mikið náttúrbarn,og hefur gaman af dýrum, auk þess að vera yndislegur maður.


Kata  - 04:15 -

Datt í hug að sýna nokkrar myndir frá heimsókn minni til Indíönu.
'Eg og Auðunn fórum í heimsókn til hennar og Alex í byrjun des á síðasta ári.
Þau tóku afskaplega vel á móti okkur og sýndu okkur mikið. Indiana var orðin eldklár á
tube'ið og fórum við allra okkra ferða með lest.Ég hef komið nokkrum sinnum til London, en einhvern
veginn fékk ég miklu meir út úr þessari ferð en áður. Sennilega hefur Indiana mín gert gæfumuninn. :)
smelltu á þær myndir sem þú vilt sjá stærri

London er svo falleg borg finnst mér .
Býr yfir svo mikilli sögu.

Með orðsnillinginum sjálfum...Oscar Wilde.
Kom mér á óvart hversu hávaxinn hann hefur verið.
Kíktum auðvitað á Madame Tussauds, þó ég
hafi komið þar áður. En það var fyrir mörgum árum, safnið er nú mikið endurbætt og algert rán aðgangseyrinn þar... ;)

úsýni yfir Þinghúsið, sem byggt er í æðislegum gotneskum stíl.

Indíana að fíflast í goðinu hans Gísla, og ég þarna voða lítil við hliðminnismerkis Victoríu drottningar fyrir utan Buckinghamhöll.

Kata  - 03:41 -

mánudagur, febrúar 14, 2005
Alltaf jafn unglegur.
Brósi er 55 ára í dag.
Innilegar hamingjuóskir með afmælið Brósi minn.

Kata  - 19:05 -

fimmtudagur, febrúar 10, 2005
Vefur heildverslunarinnar Aríu í loftið.

smellið á mynd til að fara inn á vef
Hef nýlokið við vefsíðugerð fyrir heildverslunina Aríu, sem að Brósi og
Addú eiga ásamt öðrum.Þetta er búin að vera mikil, en skemmtileg vinna.
'A þó eftir að setja eina síðuna inn ( profession )
Endilega kíkið á vefinn og segið hvernig ykkur finnst.

Kata  - 23:49 -

miðvikudagur, febrúar 09, 2005
Nokkrar myndir af litla snillingnum mínum
honum Fannari Mána.

Það er svo mikið fjör alltaf eftir kvöldbaðið
smelltu á mynd til að sjá stærri



Kata  - 01:30 -

þriðjudagur, febrúar 08, 2005
Enn einu sinni.
Nauðsynlegt að breyta um úlit annað slagið...he,he ;-)


Kata  - 23:47 -

Nedstat Basic - Free web site statistics






TIL BAKA Á GÖMLU SÍÐU

VEFHÖNNUN · MYNDVINNSLA · GRAFÍK · AUGLÝSINGAR · BÆKLINGAR