HUGARFLUG

 

 

 

 

 

 

 

 


miðvikudagur, mars 30, 2005
Guði sé lof að ekki fór verr !
Bílbeltin björguðu mömmu frá stórslysi þegar bíllinn hennar valt fyrr í dag, í lausamöl.Bíllinn rann í mölinni utan í barð og annað dekkið affelgaðist, fór síðan eina veltu.Hún ákvað að verða eftir í bústaðnum eftir páskahelgina og var að koma frá að keyra pabba niður á Bakkaflugvöll. Hún náði sjálf að hringja í neyðarlínuna, og slapp ómeidd út úr slysinu, að best sé vitað. Hún bar sig vel þegar ég talaði við hana í dag. Tók sér meir að segja bílaleigubíl aftur upp í hlíð. Pabbi ákvað að fljúga aftur upp á land og Gilli bróðir sótti hann og tók þá þessar myndir af bílnum.


eins og sjá má lítur bílinn fyrir að vera gjörónýtur
smellið á myndir til að sjá stærri


Þessar myndir voru teknar af mömmu í bústaðnum um páskahelgina.
Elsku mamma...við erum ákaflega þakklát fyrir að ekki fór verr. Hafðu það sem allra best í sveitinni.


Kata  - 03:34 -

fimmtudagur, mars 17, 2005
Uppskrift að fullkomnu lífi?
Fyrst sæki ég um að komast að í þættinum You are what you eat og kemst þá að því að matarræðið er snarbilað, en eftir að kellingin fer þá held ég samt bara áfram að éta og fitna meira. Þá fer ég í megrunarkeppnina The Biggest Loser og næ af mér nokkrum kílóum. Nú til að fá final touchið á þetta þá fer ég í The Swan og fer í nokkrar lýtaaðgerðir og fitusog, ekki veitir af.. en í lokaþættinum þá kemst ég ekki áfram í fegurðarsamkeppni the Swan, þannig að þetta hefur ekki virkað alveg. Þá fer ég í Extreme Makeover og læt taka mig ærlega í gegn, skipti bara um andlit og sýg alla fitu úr líkamanum.
Þá er ég heldur betur orðin flott og fer í Americas Next Top Model þáttinn og geri gott þar.. en tapa. Nú er ég orðin soldið fúl og einmana, á engan kall nebblega. Best að fara í Bachelorette og ná mér í einn ríkan og myndarlegan. Geri það, en þegar þáttaröðin og það er búið, vantar einhverja spennu í sambandið, þannig að við förum í Temptation Island... en þar endar það með að við hættum saman því við héldum bæði framhjá. Þá langar mig bara að vera dáldið sjálfstæð og verða rík..
Þannig að ég fer í Survivor, þrauka alveg í 36 daga en lendi í 3. sæti ohhh ég fæ ekki einu sinni 100 þús dollara.. fer heim, alveg í rusli. En ég er ennþá sæt eftir lýtaaðgerðirnar og sílíkonbrjóstin hanga ennþá uppi.. og þar sem mig langar aftur í kærasta, þá skrái ég mig í Djúpu laugina.. næ mér þar í einhvern lúða sem býr í ljótri íbúð í Fellunum og er frekar subbulegur. En það er allt í lagi, ég hringi bara í vini mína í Queer eye for the Straight Guy og þeir koma og henda manninum mínum í klippingu og kaupa ný föt á hann, rí-dekkorreita svo íbúðina, allt voða flott og hann biður mig um að giftast sér í lok þáttarins, sem ég geri.
Við förum þá auðvitað með brúðkaupið í Brúðkaupsþáttinn Já og vinnum svo ferð í Karabíska hafið, voða rómó. En á skemmtiferðaskipinu þá verð ég ólétt.. eignast svo krakka og eftir 2 ár er hann farinn að stjórna öllu, þannig að ég hringi í The Nanny og fæ hana til að kenna okkur að ala upp krakkann og láta hann ekki ráða öllu.
Nú er allt komið í drasl aftur.. Þannig að ég hringi bara í Heiðar vin minn Snyrti og fæ hann að koma með þáttinn Allt í drasli og taka til... vá hvað það verður allt fínt hjá okkur! Þá er nú kominn tími til að hringja í Völu og við komum í Innlit Útlit, en við þurfum svo að stækka við okkur því að það er annað barn á leiðinni, þannig að við förum bara með íbúðina í þáttinn Allt undir einu þaki, seljum hana og kaupum stærri. Árin líða og þetta endar allt með því að ég er búin að skilja við kallinn sem hélt framhjá mér, lýtaaðgerðirnar sem voru gerðar fyrir 15 árum komnar í klessu, ég er ljót, feit, einstæð 2ja barna móðir sem á ekki neitt.. þannig að ég fer bara í Fólk með Sirrý og væli yfir þessu öllu saman!
Kveðja, kossinn *BROSTU*

Kata  - 22:51 -

föstudagur, mars 04, 2005
Síðan hjá Fannari Mána loksins opnuð að nýju.
Rakel er búin að setja inn fullt af nýjum myndum og fer að
setja inn fréttir þar brátt. Kíktu á nýju síðuna hans hér

Þessar myndir voru teknar á aðfangadag 2004
smelltu á mynd til að sjá stærri


Gísli og Fannar Máni

Kata  - 17:02 -

miðvikudagur, mars 02, 2005
Siggi 30 ára í dag.
Innilegar hamingjuóskir með afmælið þitt Siggi minn.
kærar kveðjur frá okkur öllum hérna.

Kata  - 16:19 -

Fannar Máni fallegastur
Mig langar til að þakka öllum þeim sem sendu mér kveðju,hringdu,sendu mér sms,föðmuðu mig,kysstu mig og óskuðu mér hamingjuóskum kærar kveðjur,líka hinum sem gerðu það ekki. Gott að finna að maður er elskaður,þrátt fyrir allt og allt.

smelltu á mynd til að sjá stærri
og að lokum smá skilaboð

Mundu eftir að taka inn vítamínin þín !
B. Borðaðu hollan mat. Dáðstu að manneskjunni sem þú ert. Farðu vel með þig. Mundu að fyrirgefa þér sem og öðrum. Lifðu í gleði. Hlæðu reglulega. Lifðu í núinu. Njóttu lífsins og öllu því sem lífið hefur upp á að bjóða. Stundaðu einhverja hreyfingu á hverjum degi en mundu líka eftir því að slaka á

Kata  - 02:16 -

þriðjudagur, mars 01, 2005
Árin líða á ljóshraða að mér finnst.
Orðin 45 ára áður en maður veit af. Finnst svo stutt síðan þessar myndir voru teknar.En það eru víst liðin 35 ár ...hehe. Er ekki hægt að frysta tímann í nokkur ár ? Datt í hug að sýna ykkur þessar myndir, Grímuböllin á þrettándanum var alltaf með skemmtilegustu viðburðunum. Við systkinin unnum oft, Brósi sá um það með búningasnilld sinni og hafði yfirleitt úr engu að moða. Smellið á myndir til að sjá stærri

Binni,Kata með verðlaun,Marta Hallgríms og Grímur sitjandi fyrir miðju Tekið að mig minnir 1971


Þarna er liðið með búningahönnuðinum sjálfum, Brósa


Þessi mynd er tekin held ég 1970, Binni brúðkauptvífari,sem vann þetta árið,Grímur mexíkói, Afi Massi, og ég Lína Langsokkur

Kata  - 11:37 -

Katrín Eva 22 ára í dag.
Innilegar hamingjuóskir með afmælið elsku stelpan mín.

smelltu á myndirnar til að sjá stærri.
Dreif í að skanna inn þessar skemmtilegu myndir af henni í tilefni dagsins.





Kata  - 00:15 -

Nedstat Basic - Free web site statistics






TIL BAKA Á GÖMLU SÍÐU

VEFHÖNNUN · MYNDVINNSLA · GRAFÍK · AUGLÝSINGAR · BÆKLINGAR