HUGARFLUG

 

 

 

 

 

 

 

 


mánudagur, desember 29, 2003
JÓLAMYNDIR 5


Indiana og Fannar Máni

Rakel og Fannar Máni að taka upp pakka á aðfangadagskvöld.

Allir fengu skemmtilega myndskreytta pakka frá Indiönu

'eg að fá mér snarl í ísskápnum.

Kata  - 18:24 -

JÓLAMYNDIR 4


Hvít jól í Fljótshlíðinni

Gísli og Rakel bjuggu til snjókarla og kerlingar.

Snjókerlingin ógurlega

Gísli og Katrín Eva

Kata  - 17:59 -

JÓLAMYNDIR 3


öll fjölskyldan, nema Rakel og Fannar Máni sem fóru til RVK á öðrum í jólum.

Fengum góða gesti í heimsókn, fyrrum ábúendur Eyvindarmúla, þau Binna og Siggu ásamt dætrum.

Tvíburasysturnar sætu....Freyja og Oddný.

Sest var við spil og spilað fram undir morgun...Risk, Scrabble og Uno.
Langar til að óska ykkur öllum gæfurríks árs og þakka fyrir það gamla.

Kata  - 17:39 -

Fleiri jólamyndir


Systkinin Indiana,Katrín Eva,Rakel og Gísli rétt fyrir pakkaupptöku.

Fannar Máni ánægður í göngugrindinni, þegar farin að labba um, tæplega 5 mánaða

Seint á aðfangdagskvöldi lagðist fjölsk. upp í rúm með sælgæti og naut þess að horfa á 15-18 ára gömul fjölskyldumyndbönd
Fannar Máni hjá afa sínum, á leið út í vagn að fá sér smálúr
YNDISLEGUR TÍMI FYRIR OKKUR ÖLL

Kata  - 17:18 -

JÓLIN Í SVEITINNI









voru dásamleg...Kyrrð,ró og það besta...HVÍT.

Kata  - 17:08 -

mánudagur, desember 22, 2003
Bestu óskir um Gleðileg jól.


er á leið í sveitina til að að eyða jólunum þar, með fjölskyldunni.Farið varlega í umferðinni, og Guð gefi ykkur öllumGleðileg Jól.

Kata  - 17:15 -

mánudagur, desember 15, 2003
Líður að lokum skráningar, vinsamlegast látið vita sem fyrst.


Enn þá er fullt af fólki,sem ég veit að ætla að mæta í eyjar, á aldarafmæli Binna í gröf,sem ekki er búið að skrá sig.

Kata  - 22:50 -

TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ FROSTI MINN !.


Hann Frosti, varð 26 ára þann 13.des,Kærar kveðjur frá okkur öllum.

Kata  - 02:26 -

föstudagur, desember 12, 2003
Þakka ykkur góðar kveðjur.
Ég er farin að staulast um, og aðeins farin að geta hreyft mig, eftir bílslysið.
Það hagaði þannig til að, við Auðunn vorum á leið til Hafnarfjarðar,á miðvikudaginn.
Þegar við komum að gatnamótum Garðabæjar á ljósum, keyrir kona í veg fyrir okkur
(við á gulu ljósi ) Það varð harður árekstur, og bílinn okkar gjöreyðilagðist.
Það varð okkur til lífs að hálka var, og bifreið hennar kastaðist til.
Hvorki konuna né Auðunn sakaði. En ég kenndi mikils sársauka í hálsi og
brjósti. (vorum á u.mþ.b. 60-70 km hraða) Það var kallaður til sjúkrabíll og farið með
mig á spítala.Reyndist óbrotin, en mikið marin eftir bílbeltið, vöðvafestingar í hálsi og baki illa farnar,sökum höggsins. Á að fara í sjúkraþjálfun til að reyna að ná mér.
Mikil Guðs mildi að ekki fór verr.Mun skrifa eitthvað meir hér, þegar ég kemst úr þessum verkjalyfjadrunga.


Kata  - 21:12 -

fimmtudagur, desember 04, 2003
Eitt gott við "ítalaskap"....




Fljótur upp en, enn sneggri niður. Verkfallsréttur húsmæðra er ekki til, nenni bara ekki að hafa allt í drasli hérna...hehe.Svefninn gerði gæfumuninn,gremjan farin. Búin að sitja hér við og hanna nafnspjald,auk jólakveðju sem á að birtast í Eiðfaxa.Sjáið árangurinn hér fyrir ofan.Sérstakt tilboð á nafnspj.hönnun til jóla.....Hafið samband.

Kata  - 13:29 -

miðvikudagur, desember 03, 2003
Verkfallsréttur, mæðra

Er á leiðinni í kvöldvinnuna á Catalina til 1:00.Þreytt og syfjuð.,langar mest bara að fara að sofa,enda er ég aðeins búin að sofa í 3 tíma.Meir að segja svo pirruð að mig langar í verkfall hér heima, orðin dauðleið á að þurfa segja þessu liði að ganga frá eftir sig. :-( Skyldi maður vera með verkfallsrétt í móður-húsmóður starfinu ? ;-)

Kata  - 18:38 -

NEFNDIN HEFUR LOKIÐ STÖRFUM Í BILI...


DAGSKRÁ
DAGUR
Afkomendur hittast í Höllinni , Vestmannaeyjum,laugardaginn 3.jan. n.k. kl: 13:00,
Farið verður í rútu með blómsveig að leiði Binna og hans minnst.
Að þvi loknu er áætluð óvissuferð með ýmsum skemmtilegum uppákomum.

KVÖLD
Hátíðarkvöldverður þar sem allir afkomendur og fjölsk.meðlimir koma saman.

Allir eiga að vera mættir til Hallarinnar kl: 19.00.
I boði verður glæsilegt sjávarréttahlaðborð, auk pottrétts. Ákveðið hefur verið að börn undir fermingaraldri fái frítt !
verð fyrir fullorðna verður kr. 2.500,-
Að kvöldverði loknum mun hefjast dagskrá til heiðurs Binna i Gröf, og hans minnst með ýmsum hætti.
m.a. sýnt brot úr heimildamynd, sem Sigmar Gíslason
er að gera og verður frumsýnd seinna á árinu., auk ýmissa uppákoma sem
koma frá öðrum fjölsk. meðlimum
Að lokinni dagskrá kl: 10.00 er ákveðið skemmta sér fram eftir kvöldi.
Vegna vínveitingaleyfis Hallarinnar verða foreldrar að sjá til þess að öll börn
undir 16 ára aldri dvelji ekki lengur í húsinu..
Grímur hefur af höfðingskap sínum lánað okkur Höllina endurgjaldslaust,þar að auki ætlar hann að selja okkur á kostnaðarverði + þjónustugjald drykkjarföng, vegna þess að stúlka á launum verður starfandi i húsinu.
Sýnum af okkur snyrtimennsku og hjálpumst öll að.

kostnaður : kvöldverður kr. 2.500,- frítt fyrir börn í mat undir fermingaraldri
+ rútugjald.

Vinsamlegast tilkynnið þáttöku fyrir 15.des. n.k.
til Kötu Gísla i sima 587 3619 - gsm 845 3952 - e-mail : kata@fjoltengi.is - heimasíða: www.grafikflug.blogspot.com
á heimsíðunni verða einhverjar fréttir af minningarafmælinu
þar getið þið einnig komið á framfæri skoðunum ykkar,skemmtiatriðum og óskum.
Munið að panta tímanlega i Herjólf eða flugið, einnig gistingu þeir sem þurfa á þvi að–halda.
Bestu kveðjur
Nefndin
( Brósi - Pála - Kata - Binni J. – Gilli )

PS: Allar ábendingar og skemmtiatriði vel þegin,vantar fleira fólk.
í boði er: óvissuferðarnefnd-skemmtinefnd-uppdekknigarnefnd

Kata  - 06:35 -

þriðjudagur, desember 02, 2003
Var að setja inn skoðanakönnun vegna aldarafmælissins. (er fyrir neðan spjallið hér til hægri) Til að flestir komist, vinsamlegast kjósið hvenær þið mynduð komast. (ath: Scriptkóðinn að baki könnunnarinnar er hannaður þannig að aðeins er hægt að kjósa einu sinni úr hverri tölvu )

Kata  - 15:46 -

mánudagur, desember 01, 2003
Fyrsti fundur í kvöld vegna 100 ára afmælis afa, Binna í gröf.


Ætlum að hittast hérna nokkur til að ræða tilhögun, dagskrá og tímasetningu aldarafmælisins.Mun ég skrifa hér seinna í kvöld um efni fundarins. Munið ...allar ábendingar og óskir eru vel þegnar.Sendið mér e-mail ef þið hafið eitthvað fram að færa.

Kata  - 13:12 -

Nedstat Basic - Free web site statistics






TIL BAKA Á GÖMLU SÍÐU

VEFHÖNNUN · MYNDVINNSLA · GRAFÍK · AUGLÝSINGAR · BÆKLINGAR