HUGARFLUG

 

 

 

 

 

 

 

 


þriðjudagur, nóvember 21, 2006

Íslenska kokkalandsliðið stendur sig frábærlega í heimsmeistarkeppninni.SILFUR FYRIR KALDA BORÐIÐ, BRONS FYRIR HEITA BORÐIÐ.
Siggi bróðir yfirmatreiðslumaður á VOX , ásamt öðrum meðlimum landliðsins er búinn að standa í ströngu við keppnina, bæði við æfingar ( síðan í ágúst ) og svo var ég að lesa á freisting.is að þau unnu að undirbúning heita borðssins við 1 1/2 sólarhring samfleytt. Ég tók mér bessa leyfi og setti inn nokkarar myndir frá vef þeirra.


smelltu á mynd til að sjá stærri
INNILEGAR HAMINGJUÓSKIR , ÉG ER SVO STOLT AF YKKUR

Þið getið séð fleiri myndir og fréttir af keppninni á vef Freistingar

Kata  - 22:38 -

laugardagur, nóvember 18, 2006
Þetta er ömurlegt til þess að hugsa að þessi bátur afa verði rifinn, í stað þessa að Vestmannaeyjabær geri úr Gullborginni safn sem að gæti verið bæði til minja um þennan fræga sjósóknara, ásamt sjóminjasafni um gamla sjávarhætti. Það stóð til á sínum tíma og keypti V.eyjabær Gullborgina til þess. En ekkert varð úr þeim áformum og seldu þeir bátinn einhverjum "ævintýramanni" sem lét skipið drabbast niður.
Á forsíðu fréttablaðsins í dag.

Gullborg Binna í Gröf rifin
Gullborgin í Daníelsslippi Hópur manna vinnur að því að bjarga þessu fengsæla skipi,
Binna í Gröf, frá niðurrifi. fréttablaðið/anton brink

Hið sögufræga skip Gullborgin verður að öllu óbreyttu rifið á næstu dögum, segir Gunnar Richter, eigandi Daníelsslipps í Reykjavíkurhöfn. Gullborgin hefur staðið afskipt í slippnum frá því í byrjun ágúst í fyrra. Gunnar á í viðræðum við yfirmenn Faxaflóahafna um hvenær Gullborgin verður rifin. Hann segir að ef af því verði muni beltagrafa mola hana niður. Gullborgin er þekkt fyrir að hafa verið mesta happaskip hins þekkta skipstjóra Binna í Gröf úr Vestmannaeyjum, sem varð aflakóngur í Eyjum sex vertíðir í röð eftir að hann tók við formennsku á skipinu árið 1954. Árni Johnsen, Eyjamaður og fyrrverandi þingmaður, vinnur nú að því ásamt hópi manna, undir forustu Gunnars Marels Eggertssonar skipstjóra, að bjarga Gullborginni frá því að lenda á haugunum. Árni segir að það væri synd ef skipið yrði rifið því það sé sögufrægt og eitt fengsælasta skip Íslandssögunnar. Að sögn Árna hefur hópurinn sett sig í samband við yfirmenn hjá Faxaflóahöfnum sem einnig vilja bjarga Gullborginni. Árni segir að ef þeim tekst að bjarga skipinu verði það flutt til Reykjanesbæjar þar sem það verður gert upp. Það skýrist endanlega í næstu viku hvort skipið verður rifið eða ekki, segir Árni..


Kata  - 00:14 -

laugardagur, nóvember 11, 2006
,,Dagurinn í gær er liðinn.Morgundagurinn er óvænt ánægja.Dagurinn í dag er gjöf."

Úff...falleg setning, en kemst maður einhvern tíma á það plan að gera sér grein fyrir þessu á meðan á því stendur?
x

Kata  - 04:02 -

föstudagur, nóvember 10, 2006
SKOÐIÐ NÝJU SÍÐUNA MÍNA, ER AÐ VINNA Í HENNI


-


Kata  - 15:44 -

Hef verið að vinna mikið undanfarið við gerð bæklings og auglýsinga
fyrir Evrópusamband Sjóstangveiðifélaga. sjá hér að neðan sýnishorn. Smellið á myndir til að sjá stærri
hér er svo bæklingurinn á Pdf


Kata  - 12:35 -

Er að vinna að nýrri síðu sjá hér
Birtist vonandi fljótlega


Kata  - 11:50 -

Nedstat Basic - Free web site statistics


TIL BAKA Á GÖMLU SÍÐU

VEFHÖNNUN · MYNDVINNSLA · GRAFÍK · AUGLÝSINGAR · BÆKLINGAR