HUGARFLUG

 

 

 

 

 

 

 

 


fimmtudagur, apríl 28, 2005

Mikið rosalega var gaman á Hippahátíðinni um síðustu helgi !
Hljómsveitin alveg frábær og vel tekið á móti okkur .
Brósi og Addú foru með okkur, einnig Addi Yellow og Sigga. Flugum til eyja um 4 á Laugardeginum, og fórum beint að skoða sýningu sem tengdist hippunum eftir flugið. Þar var skemmtilega uppsett Herbergi Hippans og flott plaköt, frá þessu tímabili,einnig ekta Hippabíll og ýmsir nytjahlutir hippans. Þar náði ég mér í þessa forláta húfu, og belti. Mamma tók rosalega vel á móti okkur að venju og var tilbúin með fínt með kaffinu og brosið og elskulegheitin.Lenti á Brósa að laga allt liðið til og setja viðeigandi hárkollur, sem hann reddaði á "no time" með glöðu geði.Síðan fórum við öll á matinn í höllinni og skemmtum okkur þar konunglega til 1.30 ( Grímur má ekki hafa opið lengur )Skömm að því., vonandi fer að rætast úr málum Hallarinnar. Langaði bara segja kærar þakkir fyrir mig, kem aftur að ári.Ákvað að sýna ykkur okkrar myndir frá múderingunni á okkur sem fórum saman á hippaballið.
smelltu á mynd til að sjá stærri.Kata  - 01:11 -

þriðjudagur, apríl 19, 2005
Þá líður að HIPPHÁTÍÐ 4 í eyjum. Eru ekki allir í groovy fílingi ?
Alveg harðákveðin í að skella mér, ásamt Brósa og Addú.Það var ákveðið eftir góða helgi með þeim hjónum síðustu helgi, þar sem sérstaklega vel var tekið á móti okkur Auðunn.Nú er bara að vona það verði flug á laugardeginum, því ekki komust við fyrr vegna anna. Ef ykkur langar að vita meir um þessa stórmerkilegu hátíð sem þeir Hallarmenn standa að.... þá er það hér. Þarna færðu að vita nánar um dagskrána. Einnig heldur hún Helga út daglegum fréttum af undirbúningi hátíðarinnar, hvet alla til að
kíkja á síðuna hennar hér


Ætla ekki ALLIR að skella sér ? :)

Kata  - 00:37 -

Nedstat Basic - Free web site statistics


TIL BAKA Á GÖMLU SÍÐU

VEFHÖNNUN · MYNDVINNSLA · GRAFÍK · AUGLÝSINGAR · BÆKLINGAR