HUGARFLUG

 

 

 

 

 

 

 

 


þriðjudagur, janúar 30, 2007
Fréttir og myndir frá Gísla á Spáni,með hans eigin orðum.
"Í hverfinu sem ég bý í er alveg sérstök öryggisgæsla sem er alltaf að keyra um, öll hús eru vel girt.
Það er líka mjög fyndið að til þess að fá að búa hérna í hverfinu eru sérstök ákvæði, maður verður að hafa 70% af garðinum sínum gróður! Þess vegna er allt svona hérna.. ótrúlega fallegt. Þetta er líka eitt af flottustu hverfunum í Valencia. Það er samt ýmislegt sem er betra heima á íslandi!
*Umferðin - hér snýst þetta bara um hver er frekastur! Ekki alveg nógu gott
fyrir byrjanda eins og mig. * Fólk er mun kurteisara á íslandi, ég held það allavega...Síðan eftir labbitúrinn fór ég aðeins heim og lagði mig, mjööög gott. Síðan fór ég að gera nesti og sótti svo strákanna kl. 17:00 og við fórum beint á klúbbinn, sem er svona staður hér í hverfinu. Þar er sundlaug (sem er bara notuð á sumrin) 8 tennisvellir, 4 öðruvísi tennisvellir, 1 körfuboltavöllur og einn mjööög lélegur fótboltavöllur. Síðan er fullt af leiktækjum og svona, mikill gróður líka og allt mjög fallegt. Síðan er svona stórt kaffishús þar, sem var reyndar ekki opið í dag. Við vorum þar þar til að ég þurfti að fara til þorpsins á æfingu sem var kl. 19:00, þar tók þjálfarinn á móti mér og við byrjuðum að hita upp, það sást greinilega að það er lagður meiri metnaður á íslandi í þjálfun, engar keilur voru notaðar og ekki mikill agi. Mjög rólegt, allavega til að byrja með. Síðan spiluðum við og ég átti í erfileikum með að skilja þegar það var kallað á mig, en þetta gekk ágætlega, þjálfarinn hrósaði mér allavega.. veit samt ekkert hvað hann var að segja! Síðan byrjuðu allir að reyna tala við mig, en ég bara skildi ekkert. Þeir kunna varla stakt orð í ensku. Mjög fyndið, en erfitt í leiðinni. Mér fannst mjög gaman á æfingunn. Síðan eftir æfinguna voru tveir leikmenn sem voru að æfa að tala við þjálfarann og tóku síðan upp sígarettu fyrir framan hann! Það sést að metnaðurinn er klárlega meiri á íslandi í
fótboltanum. en já, síðan var bara sótt mig.Ég lét strákana fara í náttfötin og tannbursta sig og svona og las svo heilabók fyrir þá. Síðan fór ég bara að borða. Eftir það þrífði ég allt eldhúsið. Síðan gerði ég fötin þeirra tilbúin fyrir næsta dag og pússaði skóna þeirra (það þarf að gera það á hverju kvöldi. ).. oooog nú er ég hér..
Vildi bara láta þig heyra hvernig týpískur dagur er hjá mér :)

Hér eru nokkrar myndir: smellið til að sjá stærriÞað er allt ágætt að frétta. Ég sakna Íslands samt þvílíkt mikið, það er svo mikið stress hérna endalaust og alltaf svo mikið að gera. Á sunnudaginn og mánudaginn (það var frídagur seinasta mánudag) fórum við ásamt annari íslenskri fjölskyldu og einni spænskri út á land. Fórum í 1400 metra hæð og vorum að skoða rosalega gamla bæi. Alveg óóótrúlega fallegt allt.Það gengur vel að keyra hérna og svona, allt gott í þeim málum. Það gengur mjög vel í skólanum, ég mæti þrisvar í viku og næst á morgun. Síðan er ég og Amparo búinn að koma upp svolitlu til að hjálpa mér að læra enn meira. Ég verð að læra 10 orð á hverjum degi fyrir utan sem ég læri í skólanum. Ég verð líka svo að fara yfir öll orðin alltaf, s.s. ég þarf að fara með 60 orð í kvöld, 70 á morgun, 80 hinn og þannig. Svo það eru alveg 70 orð á viku og 280 á mánuði! Ég sakna ykkar allra rosa mikið, endilega skilaðu sem bestu kveðjum til allra. "
VIÐ SÖKNUM ÞÍN LÍKA ELSKU GÍSLI MINN !
Gísli er byrjaður að blogga aftur loksins !
hér er grein inn á Leiknir.com um Gísla

Kata  - 23:10 -

þriðjudagur, janúar 16, 2007
Jólin búin og daglegt líf komið í skorður.
Ákvaðum að eyða síðustu dögum jóla í eyjum og fór nær öll fjölsk. til að njóta skemmtilegheita þrettándans þar. Alltaf einhver ævintýraljómi yfir þrettándanum þar og mikið haft við til að gera daginn hátíðlegan. Mamma og Pabbi tóku vel á móti allri hersingunni að vanda. Langar að nota tækifærið og óska öllum vinum og vandamönnum Gleðilegs og gæfuríks árs. Er viss um að þetta ár eigi eftir að verða gott og tími mikilla breytinga hjá undiritaðri.Hér sjáið þið nokkrar myndir úr ferðinni.


Indíana og Fannar Máni að leik í "skátastykkinu"
Veltumst þarna um í leikjum og náðum í barnið í sjálfum okkur með aðstoð FannarsIndíana bjó Fannar Mána út sem vélmenni á klukkutíma , þegar uppgötvaðist að grímubúningurinn hans gleymdist í Rvk.


Jólsveinarnir voru líflegir og góðir við börnin og gáfu sér tíma til að spjalla við alla krakka sem gáfu sig á tal við þá. Hlakkar sjálfsagt til að komast í frí eftir jólatörnina. ;)


Það var fallegt yfir að líta um hádegi 7. janúar þegar við flugum á Bakka. Elliðaey og Bjarnaey í forgrunni


Það mátti vart á milli sjá...Hvort skemmti sér betur !

Kata  - 12:38 -

Nedstat Basic - Free web site statistics


TIL BAKA Á GÖMLU SÍÐU

VEFHÖNNUN · MYNDVINNSLA · GRAFÍK · AUGLÝSINGAR · BÆKLINGAR