Ætla að eyða páskunum í sveitinni, og er á leiðinni þangað á eftir.Fjölskyldan, ásamt mömmu og Pabba koma síðan á miðvikudaginn.Því miður verður augasteinnin minn ekki með, hann
Fannar Máni ,hann verður hjá pabba sínum yfir páskana Er búin að sá fyrir sumarblómum, og ætla að fara með afraksturinn og setja niður í gróðurhús og treysta á Guð og lukkuna að það verði ekki mikið frost það sem eftir lifir vors.Hlakkar mikið til vorsins og gróðurstarfanna.
Við þau ykkar fáu sem lesa þetta blogg mitt, óska ég Gleðilegra Páska og hafið það gott. Kem aftur næsta mánudag.
Góðar stundir.
smelltu á myndirnar til að sjá stærri.Flugum til eyja á laugardaginn síðasta,til að vera viðstödd þennan viðburð í
menningarlífinu. Var búin að redda mér hippadressi og Brósi frændi reddaði mér um þessa fínu hárkollu, sem ég skreytti með blómum. Mamma og pabbi tóku afskaplega vel á móti okkur að venju.Dagurinn leið við að búa sig og mála peace-og blóm á gallabuxurnar.Grímur bróðir bauð okkur í smápartý,síðan á matinn og ballið.
Það var hlaðborð með dýrindismat eins og Grímsa er einum lagið.Réttirnir hétu allskonar fyndnum nöfnum, s.s
"stoned skötuselur" en allt bragðist ljúffenglega. Á eftir matnum var mjög fín dagskrá, Þjóðlagakvöld Hippans,
Þar stigu margir ungir og óuppgötvaðir talentar á svið.Allt fólk sem á framtiðina fyrir sér. Einar Gyfi sálfræðingur, stjórnaði dagskránni af mikilli röggsemi og sagði fyndnar og skemmtilegar sögur inn á milli. Að lokum steig hljómsveitin Hippabandið á svið.
![](http://www.hunkubakkar.is/Kata/images/minni/hopmynd.jpg)
Með söngkonurnar Helgu og Hrafnhildi í farabroddi, Þær eru alveg frábærar söngkonur, og valinn maður í hverju rúmi í bandinu. Tóku hvert gullkornið á fætur öðru frá þessu tímabili.
Kærar þakkir fyrir mig, þið öll sem sáuð um þessa hátíð í eyjum. Hef sjaldan skemmt mér jafnvel og á þessu balli.
Komst því miður ekki á myndlista-og leiksýniguna sem var í tengslum við hátíðina, því við komum seint á laugardeginum. ( þurfti á fund kvöldinu áður, vegna Evrópumeistaramótsins í sjóstangveiði, sem haldið verður á Írlandi í ágúst n.k. )
'EG KEM SKO AFTUR Á HIPPABALL AÐ ÁRI LIÐNU !
![](http://www.hunkubakkar.is/images/myndir_sagan/malad_minni.jpg)
ÝTTU Á MYND TIL AÐ SJÁ STÆRRI.
Systkinin Oddsteinn og Pála Katrín með fyrstu lömbin sem fæddust á Hunkubökkum