föstudagur, ágúst 26, 2005
Gifting framundan
Siggi bróðir, og Begga eru að fara gifta sig á morgun í Garðakirkju kl. 5.
![](http://www.efsa.is/images/kata/minni/begga_siggi.jpg)
smelltu á mynd til að sjá stærri
Eftir 15 ára hugleiðslu og heilsteyptar rökræður um kosti og galla hvors annars, féll kokkurinn loks á hnén þess fullviss eftir hálfa ævi af reynslutíma að innsigla yrði kærustuna sem eiginkonu sína.
Kominn tími til Siggi og Begga! ( sagði sú sem tók sér 26 ár í reynslutíma )
Hlakka til að sjá ykkur öll.
Kata -
16:44 -
miðvikudagur, ágúst 24, 2005
Of mikið af húsverkum geta valdið heilaskaða...
![](http://www.efsa.is/images/kata/minni/m1.gif)
![](http://www.efsa.is/images/kata/minni/m3.jpg)
![](http://www.efsa.is/images/kata/minni/m2.gif)
Kata -
23:01 -
þriðjudagur, ágúst 23, 2005
Kata -
02:37 -
Kata -
01:46 -
mánudagur, ágúst 15, 2005
Frábær Eyjaferð
Fór með Fannar Mána með Herjólfi, í blíðskaparveðri. Hann hljóp um allt skip, hoppandi af ánægju og fannst mikið merkilegt að sigla á "vatninu". Simmi bróðir lofaði honum að koma upp í stýrishús og skoða allt þar, ásamt því að bjóða okkur klefann sinn.Fannar mátti ekki vera að leggja sig, því það var mikið að skoða á skipinu. Tekið á móti okkur með kostum og kynjum að venju af pabba og mömmu. Ég labbaði með honum um alla eyju og hér sjáið þið nokkrar myndir teknar á Stakkagerðistúninu, þar sem Fannar sýndi snilld sína í golfi, sem hann hefur mikla ánægju af.(smellið á myndir til að sjá stærri)
Fyrst er að setja "Téið" fyrir kúluna, æfa svo sveifluna
Hitta svo á kúluna, og horfa á eftir hvert hún fór.![](http://www.hunkubakkar.is/Kata/images/minni/IMG_1187.jpg)
Golfarinn mikli, bara rétt nýorðinn 2 ára og þegar slær af miklu öryggi og hittir kúluna
Fórum síðan til kirkju á sunnudeginum til að vera viðstödd skírnina.
Þessi yndislega stúlka heitir María Fönn. Eftir mikil veisluhöld, héldum við af stað
á Herjólfi áleiðis til Þorlákshafnar. Fleiri myndir hér
Kata -
01:52 -
föstudagur, ágúst 12, 2005
Þessi fallega stúlka verður skírð á sunnudaginn.
![](http://www.hunkubakkar.is/Kata/images/minni/frostd_malv_minni.jpg)
(smelltu á mynd til að sjá stærri)
Það er komin síða þar sem hægt verður að fylgjast með henni í myndum og máli,
fyrir þau okkar ættingjana,sem búum upp á landi. Hér tengill á prinssessuna
Það er komin jafnmikil tilhlökkun í Fannar Mána og mig að fara til eyja. Orðið ansi langt síðan ég fór þangað seinast.Hann er afskaplega spenntur fyrir að fara í " bátinn" og fá að komast í tæri við lundapysjur og fleiri ævintýr. Ætla einnig með hann í sprönguna og lofa honum aðeins að grípa í kaðalinn. Eins gott að "filma" þetta allt saman.
![](http://www.hunkubakkar.is/Kata/images/minni/lundi.jpg)
EYJAR.........Hér komum við ! :)
Kata -
00:38 -
miðvikudagur, ágúst 10, 2005
Sumarfríið búið og vinnan tekin við.
![](http://www.hunkubakkar.is/Kata/images/minni/fra_tolvuheimum-copy.jpg)
Er þó að fara til eyja á föstudagskvöld til að vera við skírn dóttur Frosta.
Fer ein með litla mánageislann minn, hann Fannar Mána og ætla ég með
á lundapysjuveiðar einnig. Það verður að kenna honum að vera Vestm.eyingur.
Reyni að vera dugleg að skrifa eitthvað hér eftir helgi.
Kata -
21:51 -