HUGARFLUG

 

 

 

 

 

 

 

 


föstudagur, apríl 30, 2004
Tíminn flýgur áfram...
Mér líkar ágætlega í nýju vinnunni, mikið að gera og er enn að læra inn á þetta allt saman.
Hef verið að passa Fannar Mána undanfarna viku, þ.e eftir vinnu, sæki hann kl.6 og er með hann til 9 á kvöldin,meðan Rakel er að vinna á þessum vöktum. Hef mikið yndi af því, Fannar er skemmtilegt og yndislegt barn.Mikill kraftur í honum og mjög glaðvær.
Ég ætla í bústaðinn um helgina, og ef það verður gott veður á laugardeginum, ætla ég í að planta hluta af sumarblómunum út sem ég sáði fyrir. Svo mikil sveitakelling í mér...að mér líður illa ef ég kemst ekki í Fljótshlíðina um helgar. Man varla hvernig miðborg Reykjavíkur lítur út...;-) hef ekki komið þangað síðan í desember í fyrra.
Svo er hér smápistill sem ég rakst á....Gott Helgarnesti ;-)

Merki um að þú sért orðin(n) of full(ur)
*Þú tapar rökræðum við dauða hluti.
*Þú þarft að halda þér í grasið til að detta ekki á jörðina.
*Þú hefur ekki tíma til að mæta til vinnu.
*Læknirinn finnur vott af blóði í áfenginu í þér
*Þú færð klósettsetuna í hnakkann.
*Þú trúir því að áfengi sé fimmti fæðuflokkurinn.
*24 tímar í sólarhring, 24 bjórdósir í kassa - tilviljun?? - Ég held ekki!
*Tvær hendur, en bara einn munnur... - það er ALVARLEGT drykkjuvandamál.
*Þú nærð betri fókus með annað augað lokað.
*Bílastæðin virðast hafa færst til á meðan þú varst inni á barnum.
*Þú dettur af gólfinu...
*Börnin þín heita Guinnes og Tuborg.
*Hey, í fimm bjórum eru jafn margar kaloríur og í einum hamborgara. Sleppum kvöldmatnum!!!
*Býflugur verða fullar eftir að hafa stungið þig.
*Á AA-fundinum segir þú: „Hæ, ég heiti... eh...."
*Fyrsta sparnaðarleið sem þér dettur í hug er að minnka saltneyslu.
*Þú vaknar inni í svefnherberginu, nærfötin þín eru inni á baði og þú sofnaðir í fötunum.
*Allir á barnum heilsa þér með nafni þegar þú kemur inn.
*Þér finnst köttur félaga þíns alltaf vera meira og meira aðlaðandi.
*Roseanne lítur vel út.
*Þú þekkir konuna þína ekki nema að þú sjáir hana í gegnum botninn á bjórglasinu.
*Þú vaknar í Kóreu í júlí og það síðasta sem þú manst er 17. júní veisla hjá Íslendingum í Frakklandi.
*Runnarnir eru líka fullir eftir að þú hefur vökvað þá. mundu þetta vel!!!
Kata  - 02:45 -

miðvikudagur, apríl 28, 2004
Leið á lookinu.....AFTUR
Sól og vor í lofti.....nenni ekki að blogga á svona dimmu umhverfi lengur...
Byrja bara á að setja sumarbanner, og verð svo að sjá til hvenær ég hef tíma fyrir nýtt útlit á þessu drasli hjá mér.Er með fullt af hugmyndum, vantar bara nokkra tíma í sólarhringinn.

Kata  - 23:32 -

mánudagur, apríl 05, 2004
Á leið í sveitina


Ætla að eyða páskunum í sveitinni, og er á leiðinni þangað á eftir.Fjölskyldan, ásamt mömmu og Pabba koma síðan á miðvikudaginn.Því miður verður augasteinnin minn ekki með, hann Fannar Máni ,hann verður hjá pabba sínum yfir páskana Er búin að sá fyrir sumarblómum, og ætla að fara með afraksturinn og setja niður í gróðurhús og treysta á Guð og lukkuna að það verði ekki mikið frost það sem eftir lifir vors.Hlakkar mikið til vorsins og gróðurstarfanna.
Við þau ykkar fáu sem lesa þetta blogg mitt, óska ég Gleðilegra Páska og hafið það gott. Kem aftur næsta mánudag.
Góðar stundir.

Kata  - 15:06 -

sunnudagur, apríl 04, 2004
Hippaballið í eyjum um síðustu helgi var frábært

Allt sem við viljum er friður á jörð  Simmi á leiðinni að setja upp hárið  Olga hippaskvísa
smelltu á myndirnar til að sjá stærri.
Flugum til eyja á laugardaginn síðasta,til að vera viðstödd þennan viðburð í menningarlífinu. Var búin að redda mér hippadressi og Brósi frændi reddaði mér um þessa fínu hárkollu, sem ég skreytti með blómum. Mamma og pabbi tóku afskaplega vel á móti okkur að venju.Dagurinn leið við að búa sig og mála peace-og blóm á gallabuxurnar.Grímur bróðir bauð okkur í smápartý,síðan á matinn og ballið.
Það var hlaðborð með dýrindismat eins og Grímsa er einum lagið.Réttirnir hétu allskonar fyndnum nöfnum, s.s
"stoned skötuselur" en allt bragðist ljúffenglega. Á eftir matnum var mjög fín dagskrá, Þjóðlagakvöld Hippans,
Þar stigu margir ungir og óuppgötvaðir talentar á svið.Allt fólk sem á framtiðina fyrir sér. Einar Gyfi sálfræðingur, stjórnaði dagskránni af mikilli röggsemi og sagði fyndnar og skemmtilegar sögur inn á milli. Að lokum steig hljómsveitin Hippabandið á svið.

Með söngkonurnar Helgu og Hrafnhildi í farabroddi, Þær eru alveg frábærar söngkonur, og valinn maður í hverju rúmi í bandinu. Tóku hvert gullkornið á fætur öðru frá þessu tímabili.
Kærar þakkir fyrir mig, þið öll sem sáuð um þessa hátíð í eyjum. Hef sjaldan skemmt mér jafnvel og á þessu balli.
Komst því miður ekki á myndlista-og leiksýniguna sem var í tengslum við hátíðina, því við komum seint á laugardeginum. ( þurfti á fund kvöldinu áður, vegna Evrópumeistaramótsins í sjóstangveiði, sem haldið verður á Írlandi í ágúst n.k. )'EG KEM SKO AFTUR Á HIPPABALL AÐ ÁRI LIÐNU !


Kata  - 01:19 -

laugardagur, apríl 03, 2004
Varð bara aðeins að fá hvíld frá verslunarreikningi og skapa eitthvað

ÝTTU Á MYND TIL AÐ SJÁ STÆRRI.
Systkinin Oddsteinn og Pála Katrín með fyrstu lömbin sem fæddust á Hunkubökkum

Kata  - 05:54 -

Nedstat Basic - Free web site statistics


TIL BAKA Á GÖMLU SÍÐU

VEFHÖNNUN · MYNDVINNSLA · GRAFÍK · AUGLÝSINGAR · BÆKLINGAR