HUGARFLUG

 

 

 

 

 

 

 

 


fimmtudagur, apríl 05, 2007
segja-sagðdi
Siðan var löng þögn, þar til hann spurði mig um hvað ég væri að hugsa. Þá fór ég að leita í huga mér að því sem ég væri að hugsa um.
Ég leitaði og leitaði í huga mér að einhverju sem væri viðeigandi að hugsa um við aðstæður sem þessar, en datt ekkert í hug . Ég vissi ekkert hvað ég átti að segja, svo ég sagði: "hvernig á ég að vita hvað ég á að segja núna þar sem ég veit ekki einu sinni hvað ég er að hugsa. Ef eg vissi hvað ég vildi þér, væri einfalt að flytja erindi mitt, en þar sem ég þekki ekki sjálfan mig veit ég ekki hvað ég vil. Án vilja hef ég ekkert markmið og ekkert að segja.Ég veit ekki hver ég er í dag, né hver ég verð á morgun. Sá sem ekki þekkir sjálfa sig er hræddur eða hrædd, og hræddust við sjálfa sig og nær því seint þroska.Sá nær aðeins þroska sem að óttast sjálfa sig. Mér finnst ég sundurslitin á milli umhverfisins og tilfinningia minna og mér finnst kröfur gerðar til mín um viðbrogð sem að sem spretta ekki úr mínu eigin tilfinningalífi. því hvað tjáir maður "kona" sem hefur enga mynd af sjálfum sér. Sá- sú dregur enga ályktun um sjálfa sig ?
Til að geta tjáð sig verður maður að trúa á sjálfa sig og þekkja kærleikann.

Ég er á leið frá hjartanu til tungumálsins.
Til að geta tjáð sig verður maður að trúa á sjálfan sig og þekkja kærleikann.Á vegi mínum eru margar hindranir, svo sem vonbrigði, vanmáttarkennd, löngun og ótti.Óttin við tómið er verstur og í óttanum finn ég ekkert jafnvægi. Samt veit ég að jafnvægi felst í því að vera óttinn og óttast því ekkert.
Ég er hrædd við að vera svipt þeim tengslum sem mér hefur tekist að mynda við fólk....
hrædd við að týna einhverju, gleyma, missa....

Hann hlustaði á mig svipbrigðalaust og sagði svo: "SVONA ER ÉG LÍKA "

Kata  - 15:09 -

þriðjudagur, janúar 30, 2007
Fréttir og myndir frá Gísla á Spáni,með hans eigin orðum.
"Í hverfinu sem ég bý í er alveg sérstök öryggisgæsla sem er alltaf að keyra um, öll hús eru vel girt.
Það er líka mjög fyndið að til þess að fá að búa hérna í hverfinu eru sérstök ákvæði, maður verður að hafa 70% af garðinum sínum gróður! Þess vegna er allt svona hérna.. ótrúlega fallegt. Þetta er líka eitt af flottustu hverfunum í Valencia. Það er samt ýmislegt sem er betra heima á íslandi!
*Umferðin - hér snýst þetta bara um hver er frekastur! Ekki alveg nógu gott
fyrir byrjanda eins og mig. * Fólk er mun kurteisara á íslandi, ég held það allavega...Síðan eftir labbitúrinn fór ég aðeins heim og lagði mig, mjööög gott. Síðan fór ég að gera nesti og sótti svo strákanna kl. 17:00 og við fórum beint á klúbbinn, sem er svona staður hér í hverfinu. Þar er sundlaug (sem er bara notuð á sumrin) 8 tennisvellir, 4 öðruvísi tennisvellir, 1 körfuboltavöllur og einn mjööög lélegur fótboltavöllur. Síðan er fullt af leiktækjum og svona, mikill gróður líka og allt mjög fallegt. Síðan er svona stórt kaffishús þar, sem var reyndar ekki opið í dag. Við vorum þar þar til að ég þurfti að fara til þorpsins á æfingu sem var kl. 19:00, þar tók þjálfarinn á móti mér og við byrjuðum að hita upp, það sást greinilega að það er lagður meiri metnaður á íslandi í þjálfun, engar keilur voru notaðar og ekki mikill agi. Mjög rólegt, allavega til að byrja með. Síðan spiluðum við og ég átti í erfileikum með að skilja þegar það var kallað á mig, en þetta gekk ágætlega, þjálfarinn hrósaði mér allavega.. veit samt ekkert hvað hann var að segja! Síðan byrjuðu allir að reyna tala við mig, en ég bara skildi ekkert. Þeir kunna varla stakt orð í ensku. Mjög fyndið, en erfitt í leiðinni. Mér fannst mjög gaman á æfingunn. Síðan eftir æfinguna voru tveir leikmenn sem voru að æfa að tala við þjálfarann og tóku síðan upp sígarettu fyrir framan hann! Það sést að metnaðurinn er klárlega meiri á íslandi í
fótboltanum. en já, síðan var bara sótt mig.Ég lét strákana fara í náttfötin og tannbursta sig og svona og las svo heilabók fyrir þá. Síðan fór ég bara að borða. Eftir það þrífði ég allt eldhúsið. Síðan gerði ég fötin þeirra tilbúin fyrir næsta dag og pússaði skóna þeirra (það þarf að gera það á hverju kvöldi. ).. oooog nú er ég hér..
Vildi bara láta þig heyra hvernig týpískur dagur er hjá mér :)

Hér eru nokkrar myndir: smellið til að sjá stærriÞað er allt ágætt að frétta. Ég sakna Íslands samt þvílíkt mikið, það er svo mikið stress hérna endalaust og alltaf svo mikið að gera. Á sunnudaginn og mánudaginn (það var frídagur seinasta mánudag) fórum við ásamt annari íslenskri fjölskyldu og einni spænskri út á land. Fórum í 1400 metra hæð og vorum að skoða rosalega gamla bæi. Alveg óóótrúlega fallegt allt.Það gengur vel að keyra hérna og svona, allt gott í þeim málum. Það gengur mjög vel í skólanum, ég mæti þrisvar í viku og næst á morgun. Síðan er ég og Amparo búinn að koma upp svolitlu til að hjálpa mér að læra enn meira. Ég verð að læra 10 orð á hverjum degi fyrir utan sem ég læri í skólanum. Ég verð líka svo að fara yfir öll orðin alltaf, s.s. ég þarf að fara með 60 orð í kvöld, 70 á morgun, 80 hinn og þannig. Svo það eru alveg 70 orð á viku og 280 á mánuði! Ég sakna ykkar allra rosa mikið, endilega skilaðu sem bestu kveðjum til allra. "
VIÐ SÖKNUM ÞÍN LÍKA ELSKU GÍSLI MINN !
Gísli er byrjaður að blogga aftur loksins !
hér er grein inn á Leiknir.com um Gísla

Kata  - 23:10 -

þriðjudagur, janúar 16, 2007
Jólin búin og daglegt líf komið í skorður.
Ákvaðum að eyða síðustu dögum jóla í eyjum og fór nær öll fjölsk. til að njóta skemmtilegheita þrettándans þar. Alltaf einhver ævintýraljómi yfir þrettándanum þar og mikið haft við til að gera daginn hátíðlegan. Mamma og Pabbi tóku vel á móti allri hersingunni að vanda. Langar að nota tækifærið og óska öllum vinum og vandamönnum Gleðilegs og gæfuríks árs. Er viss um að þetta ár eigi eftir að verða gott og tími mikilla breytinga hjá undiritaðri.Hér sjáið þið nokkrar myndir úr ferðinni.


Indíana og Fannar Máni að leik í "skátastykkinu"
Veltumst þarna um í leikjum og náðum í barnið í sjálfum okkur með aðstoð FannarsIndíana bjó Fannar Mána út sem vélmenni á klukkutíma , þegar uppgötvaðist að grímubúningurinn hans gleymdist í Rvk.


Jólsveinarnir voru líflegir og góðir við börnin og gáfu sér tíma til að spjalla við alla krakka sem gáfu sig á tal við þá. Hlakkar sjálfsagt til að komast í frí eftir jólatörnina. ;)


Það var fallegt yfir að líta um hádegi 7. janúar þegar við flugum á Bakka. Elliðaey og Bjarnaey í forgrunni


Það mátti vart á milli sjá...Hvort skemmti sér betur !

Kata  - 12:38 -

miðvikudagur, desember 06, 2006

Kata  - 02:43 -

þriðjudagur, nóvember 21, 2006

Íslenska kokkalandsliðið stendur sig frábærlega í heimsmeistarkeppninni.SILFUR FYRIR KALDA BORÐIÐ, BRONS FYRIR HEITA BORÐIÐ.
Siggi bróðir yfirmatreiðslumaður á VOX , ásamt öðrum meðlimum landliðsins er búinn að standa í ströngu við keppnina, bæði við æfingar ( síðan í ágúst ) og svo var ég að lesa á freisting.is að þau unnu að undirbúning heita borðssins við 1 1/2 sólarhring samfleytt. Ég tók mér bessa leyfi og setti inn nokkarar myndir frá vef þeirra.


smelltu á mynd til að sjá stærri
INNILEGAR HAMINGJUÓSKIR , ÉG ER SVO STOLT AF YKKUR

Þið getið séð fleiri myndir og fréttir af keppninni á vef Freistingar

Kata  - 22:38 -

laugardagur, nóvember 18, 2006
Þetta er ömurlegt til þess að hugsa að þessi bátur afa verði rifinn, í stað þessa að Vestmannaeyjabær geri úr Gullborginni safn sem að gæti verið bæði til minja um þennan fræga sjósóknara, ásamt sjóminjasafni um gamla sjávarhætti. Það stóð til á sínum tíma og keypti V.eyjabær Gullborgina til þess. En ekkert varð úr þeim áformum og seldu þeir bátinn einhverjum "ævintýramanni" sem lét skipið drabbast niður.
Á forsíðu fréttablaðsins í dag.

Gullborg Binna í Gröf rifin
Gullborgin í Daníelsslippi Hópur manna vinnur að því að bjarga þessu fengsæla skipi,
Binna í Gröf, frá niðurrifi. fréttablaðið/anton brink

Hið sögufræga skip Gullborgin verður að öllu óbreyttu rifið á næstu dögum, segir Gunnar Richter, eigandi Daníelsslipps í Reykjavíkurhöfn. Gullborgin hefur staðið afskipt í slippnum frá því í byrjun ágúst í fyrra. Gunnar á í viðræðum við yfirmenn Faxaflóahafna um hvenær Gullborgin verður rifin. Hann segir að ef af því verði muni beltagrafa mola hana niður. Gullborgin er þekkt fyrir að hafa verið mesta happaskip hins þekkta skipstjóra Binna í Gröf úr Vestmannaeyjum, sem varð aflakóngur í Eyjum sex vertíðir í röð eftir að hann tók við formennsku á skipinu árið 1954. Árni Johnsen, Eyjamaður og fyrrverandi þingmaður, vinnur nú að því ásamt hópi manna, undir forustu Gunnars Marels Eggertssonar skipstjóra, að bjarga Gullborginni frá því að lenda á haugunum. Árni segir að það væri synd ef skipið yrði rifið því það sé sögufrægt og eitt fengsælasta skip Íslandssögunnar. Að sögn Árna hefur hópurinn sett sig í samband við yfirmenn hjá Faxaflóahöfnum sem einnig vilja bjarga Gullborginni. Árni segir að ef þeim tekst að bjarga skipinu verði það flutt til Reykjanesbæjar þar sem það verður gert upp. Það skýrist endanlega í næstu viku hvort skipið verður rifið eða ekki, segir Árni..


Kata  - 00:14 -

laugardagur, nóvember 11, 2006
,,Dagurinn í gær er liðinn.Morgundagurinn er óvænt ánægja.Dagurinn í dag er gjöf."

Úff...falleg setning, en kemst maður einhvern tíma á það plan að gera sér grein fyrir þessu á meðan á því stendur?
x

Kata  - 04:02 -

föstudagur, nóvember 10, 2006
SKOÐIÐ NÝJU SÍÐUNA MÍNA, ER AÐ VINNA Í HENNI


-


Kata  - 15:44 -

Hef verið að vinna mikið undanfarið við gerð bæklings og auglýsinga
fyrir Evrópusamband Sjóstangveiðifélaga. sjá hér að neðan sýnishorn. Smellið á myndir til að sjá stærri
hér er svo bæklingurinn á Pdf


Kata  - 12:35 -

Er að vinna að nýrri síðu sjá hér
Birtist vonandi fljótlega


Kata  - 11:50 -

mánudagur, júlí 03, 2006
Bestu kveðjur frá Vestfjörðum
Loksins Lúða, fékk stærstu Lýsu mótsins
. Þannig að ég fékk allavega 1 bikar ;)


Kata  - 17:52 -

fimmtudagur, maí 25, 2006
Vatnslitir eftir ljósmynd. ( smellið á mynd til að sjá stærri )

Kata  - 14:59 -

þriðjudagur, apríl 04, 2006
Loksins hætt !!!
Ég sagði upp vinnunni hjá merkt, á föstudag vegna mikallar óánægju þar.Nenni ekki að útlista það nánar hér og nú. 'Eg verð laus frá því fyrirtæki 1.júní.( liggur við að segja vonandi fyrr)

Kata  - 18:57 -

fimmtudagur, mars 16, 2006
Unnið að útstillingu.
Góðan og blessaðan daginn aftur. Mikið að ske hjá mér í augnablikinu, og miklar breytingar virðast framundan. Hef verið hvött til að koma hönnun minni á framfæri og er því byrjuð að vinna í vefsíðu þar sem bolirnir mínir, ásamt öðru verða til sýnis og sölu.

Mun brátt koma tengill á þessa hönnunarsíðu þar sem hægt verður að virða fyrir sér margt af því sem ég hef verið að gera. Mig vantar nafn á "barnið"... Ég mun veita vegleg verðlaun fyrir rétta nafnið, úttekt að upphæð kr. 15.000,- Ef mörg góð nöfn berast, þá mun ég hafa könnun hér á síðunni til að velja rétta nafnið.
Ég yrði afskaplega þakklát ef að sem flestir sæu sér fært að taka þátt.

Kata  - 13:34 -

Okkar ástkæra og ylhýra tungumál.
Hvernig væri nú að kenna honum Alex, kærasta Indíönu nokkra málshætti á íslensku ?eða hvernig ætti ég að þýða sum orð ? hmm.......
1. The raisin at the end of the hot-dog = Rúsínan í pylsuendanum.
2. I measure one-pulled with it = Ég mæli eindregið með því.
3. Now there won't do any mitten-takes = Nú duga engin vettlingatök.
4. I come completely from mountains = Ég kem alveg af fjöllum.
5. Thank you for the warm words into my garden = Þakka þér fyrir hlý orð í minn garð.
6. Everything goes on the back-legs = Það gengur allt á afturfótunum.
7. He's comepletely out driving = Hann er alveg úti að aka.
8. It lies in the eyes upstairs = Það liggur í augum uppi.
9. She gave me under the leg = Hún gaf mér undir fótinn.
10. He stood on the duck = Hann stóð á öndinni.
11. I teach in breast of him = Ég kenni í brjósti um hann.
12. On with the butter!!! = Áfram með smjörið!
13. In a green bang = Í grænum hvelli
14. I springteach him = Ég vorkenni honum
15. Front seat advise Sir = Forsætisráðherra
16. Stomp steel into them = Stappa stálinu í þá
17. Hot spring river this book = Hver á þessa bók?
18. Nobody becomes an unbeaten bishop = Enginn verður óbarinn biskup
19. I took him to the bakery = Ég tók hann í bakaríð
20. I will find you on a beach = Ég mun finna þig í fjöru
21.To put someone before a cats nose = Að koma einhverjum fyrir kattarnef
22. I only pay with an angry sheep = Ég borga bara með reiðufé
23. I'll show him where David bought the ale = Ég! skal sýna honum hvar Davíð keypti ölið.
24. I will not sell it more expensive than I bought it = Sel það ekki dýrara en ég keypti það
25. He doesn't walk whole to the forrest = hann gengur ekki heill til skógar


©allur réttur áskilinn Katrín Gísladóttir

eða finnst ykkur að ég ætti bara sleppa þessum vitrænu íslensku málsháttum ?


Kata  - 11:50 -

Leggðu þitt af mörkum
Átt þú einhvern að sem er öryrki eða ellilífeyrisþegi ? Ertu ánægð/ur með kjörin hans/hennar?Veistu það ekki?......... Fáðu þá að kíkja á launaseðla viðkomandi.
Öryrkjum og ellilífeyrisþegum er haldið í fátæktarkreppu með óréttlátum lögum, þeir missa húsin sín og aðrar eigur, safna skuldum og jafnvel svelta. Myndir þú vilja sækja um vinnu og komast að því að launin þín væru algerlega miðuð við laun maka þíns?.... Nei, ég hélt ekki. Tekjutenging við laun maka veldur því að ef makinn hefur 250 þús. kr. á mán. eða meira fær öryrkinn frá 40 þús. og niður í ekki neitt. Úr lögum: Lífeyririnn byrjar að skerðast ef tekjur einstaklings eða hjóna hvors um sig eru hærri en að meðaltali 160.857 kr. á mánuði, en fellur alveg niður þegar tekjurnar ná að meðaltali 252.349 kr. á mánuði Þess vegna heiti ég á þig að skrifa undir áskorun til Alþingis og ríkisstjórnar um að breyta lögum á þessu þingi: Afnema tekjutengingu og hækka laun öryrkja og ellilífeyrisþega.Vegna ömmu þinnar, afa, vinar, systkina eða annarra öryrkja eða ellílífeyrisþega sem þú þekkir. Einnig vegna þín sem á morgun gætir lent í því að verða öryrki. Já, og öll eldumst við vonandi.
Leggðu þitt af mörkum hér.

Kata  - 11:18 -

Stelpur... kíkið á þetta ! Evgeni Plushenko - Sex Bomb!
bara varð að deila þessu með ykkur,tær snilld.Fékk þennan link á síðunni hennar Guðnýar.

Kata  - 02:16 -

miðvikudagur, mars 15, 2006
Grímur opnar framleiðslu sína í nýju húsnæði
Bræður mínir, Grímur, Gísli og Sigmar standa saman að þessu fyrirtæki.Mig langaði að óska þeim hjartanlega til hamingju og óska þeim alls hins besta í framtíðinni.Hér getið þið séð viðtal við Grím og nýja húsnæðið.
ps. er búin að uppfæra nokkra tengla sem voru óvirkir og bæta nýjum við.

Kata  - 23:35 -

þriðjudagur, mars 14, 2006
Indíana komst inn í Slade Listháskólann í London.
Eftir góðan undirbúning og ásamt miklum hæfileikum fékk hún inngöngu í þennan virta Listaháskóla.
Ætlar að klára þar MFA nám í skúlptúr.Einnig var Alex kærasti hennarað fá vinnu sem full-time audio-visual tæknimaður í British Museum. TIL HAMINGJU INDÍANA MÍN OG ALEX !
Og þakkir fyrir frábærar móttökur og hjálpina alla þegar ég og mamma komum í heimsókn.


Kata  - 01:57 -

miðvikudagur, mars 01, 2006
Nei.......getur ekki verið! Á ég virkilega 23 gamla dóttur ?
Já, og eina eldri líka, ég eldist víst líka.
Æ... er víst 46 ára í dag.
Hjartans hamingjuóskir með daginn elsku Katrín Eva mín.
Ótrúlegt hvað tíminn líður hratt

Kata  - 05:38 -

fimmtudagur, febrúar 09, 2006
LONG TIME...NO SEE !
Er ekki kominn tími á að fara skrifa eitthvað ?
Svo mikið búið að vera gera, og ég ekki nennt neinu bloggerí.
Þó það sé nú ekki mikið sem mér liggur á hjarta, úr mínu daglega lífi, þá varð kveikjan að þessu bloggi lítið sniðugt bréf sem ég fékk frá henni Olgu, og langar að birta það hér á eftir.
Það fékk mig til að skella upp úr hátt og vel í vinnunni. Öll þessi "sætu nöfn" sem börn eru skírð í dag...Hugsið ykkur, ef þeim er "vitlaust" raðað saman og lesið hratt yfir.
Það er náttúrlega nauðsynlegt að nútímavæða lestrarbækurnar svo að börnin finni sig í þeim:
Bekkjarafmælið.
Ósk Ýr gekk rösklega með Branda Ara í afmælið til Egils Daða því hún var að verða of sein að sækja Leif Arnar og Loft Stein í leikskólann. Borgar Vörður, pabbi Egils Daða, tók á móti þeim. Þarna voru Lind Ýr, Líf Vera, Sól Hlíf og Hreinn Bolli. Erlendur Hreimur kom blaðskellandi innan úr stofunni og vinkonurnar Vísa Skuld og Dís Ester fast á hæla honum. Mýra Þoka lét lítið fyrir sér fara úti í horni. Innan úr herbergi Egils Daða bárust ógurlegir skruðningar. ?#%=&#$&/(=!z#$!/!=!Línus Gauti, Barði Vagn og Mist Eik voru greinilega mætt. En hvar var Ríta Lín? Fyrir utan var Sædís Líf í rauðum fólksvagni. Hægt og sígandi nálgaðist Jökla Þoka eftir stígnum.Hún var orðin alltof sein í afmælið.

Heilmikið búið að vera ske í fjölskyldunni. Indiana nýbúin að eiga afmæli, varð 26 ára núna þann 5. febrúar. Hjartans hamingjuóskir með afmælið elsku stelpan mín ! Meira hvað þessi börn manns eldast, þau fara ná mér ;) Langar að benda fjölsk. og vinum Indíönu á Skype þar sem hægt er að tala við hana frítt. Getið downloadað því frítt hér Fannar Máni spjallar stundum við hana á skype, og fyrsta setningin sem hann segir ávallt við hana : Indíana...KOMA HEIM !
Þau eru bestu vinir sem hugsast getur og allir á heimilinu falla í skuggann ef Indiana er nálægt.


Indíana og Fannar Máni á jólunum í sveitinni
(smellið á mynd til að sjá stærri)

Ágústa og Hlynur eignuðust yndislegan dreng þann 4. janúar síðastliðinn.
Þegar er búið að nefna krúttpjakkinn, og er nafn hans Reynar Hlynsson.
Elsku Ágústa og Hlynur.... Hjartans hamingju-og heillaóskir. Er á leiðinni að sjá hann og er þegar búin að gera sængurgjafirnar. Kem mjög fljótlega að sjá hann :).Reynar er kominn með síðu þar sem hægt er að fylgjast með honum, fyrir þau okkar sem sjáum hann ekki oft. (kominn tengill á hann hér til hliðar)


Reynar Hlynsson
(smellið á mynd til að sjá stærri)

Sjáið þið bara þessi stóru fallegu augu. !Ég kíki oft á síðuna hans og gaman að sjá hann vaxa og dafna, og tók mér það bessaleyfi að grafikera nokkrar myndir. Úff... ég er alveg ferleg í heimsóknarmálunum... Elsku litlu frændsystkini mín, Clara og Sigmar sem áttu afmæli í jan og feb.
Á líka eftir að koma með afmælisgjafirnar ykkar. Það verður víst seint sagt að ég sé mikið á ferðinni, nema í og úr sveitinni. Tek mér STÓRVISITERINGADAG mjög fljótlega.

Ætla ekki að fá bloggþreyti strax . Jæja... er þetta bara ekki orðið nokkuð gott í bili ?


Kata  - 23:50 -

miðvikudagur, nóvember 09, 2005
Nýtt logo


Komin aftur í uppáhaldslitina mína...rautt,svart og hvítt.
Líst einhverjum á þetta ?


Kata  - 04:53 -

sunnudagur, nóvember 06, 2005
FRÁBÆR HEIMILDAVEFUR UM VESTMANNEYJAR.


Alfræðivefur um Vestmanneyjar, saga,menning,náttúra.
Þú getur einnig sett upp þína síða ef þú telur þig eitthvað hafa til málanna að leggja,
einnig bætt við þá vitneskju sem fyrir er. Hvet alla til skoða þessa frábæru síðu.
Það eru margir búnir að vinna að þessari síðu, þar á meðal Frosti bróðir sem á mikið af fallegum myndum frá eyjum þar inni. Kíkið á
heimaslod.is
Einnig kominn linkur hér til hliðar á þessa síðu.


Kata  - 22:29 -

föstudagur, nóvember 04, 2005
Langaði að vekja athygli á Nýjum síðum hjá börnunum


María Fönn er hér með stórskemmtilega myndasíðu.


og síða systkinanna síkátu, Sigmars og Clöru
Einnig kommnir tenglar á síðurnar þeirra hér til hliðar undir "smáfólkið"


Kata  - 01:24 -


AUGLÝST EFTIR BÍL!
Ég varð hissa þegar ég kom dauðþreytt úr vinnunni í dag og ætlaði að keyra heim...bílinn
horfinn frá bílstæðinu við vinnustaðinn. Mér fannst ekki geta verið að bílnum hafi verið stolið, allavega ekki um hábjartan dag. Hver hefur áhuga á lúnum 16 ára gömlum bíl ?
Datt fyrst í hug hann hefði verið dreginn á brott í einhverjum misgáningi, og var að hugsa um að byrja á að hringja í dráttarbíla borgarinnar og spyrjast fyrir um "greyjið". En var hvött af vinnufélögum að hringja til lögreglu ,sem ég og gerði. Lögreglan tjáði mér að þeir hefðu engar slíkar tilkynningar hjá sér með að minn bíll hefði verið fjarlægður. Átti að mæta í skýrslutöku á Hverfisgötunni og segja nánar frá þessu. Renndi strax þangað, og var sagt , að lokinni skýrslutöku að þeir myndu hafa augun opin. Ég komst að einu varðandi tryggingar, sem mér finnst ákaflega undarlegt...ef sá sem stal bílnum mínum veldur einhverju tjóni á bílnum eða öðrum og næst ekki, er ég ábyrg. Ha ??? Eina sem ég get huggað mig við, að bílinn var næstum því bensínlaus og því hefur helv. þjófurinn ekki komist langt.Sá sem stal bílnum, hlýtur að hafa verið útúrdópaður eða háfblindur, því ekki er nú Peugotinn minn mikið fyrir augað...hehe.Bílstólinn hans Fannars var í bílnum, og sé ég mikið eftir honum ásamt" gamla góða Grána" , því nú þarf ég að vera háð Áuðunn með að keyra mér til og frá vinnu. Því auglýsi ég hér með eftir gráum Peugeot árg 1989 ( held ég) eða 1987 , með brotið hægra afturljós og númerið á honum er LE 838. Þeir sem kynnu að hafa séð þennan undursamlega bíl, hafið samband við mig.

Kata  - 00:22 -

föstudagur, september 02, 2005

EFSA.IS
Vinnu við vef Íslandsdeildar Evrópusambands Sjóstangveiðimanna næstum lokið.
Kíkið hér á, og segið hvað ykkur finnst. Smellið á mynd til að komast inn á vef.

Núna er ég á leið upp í bústað og óska ykkur 3 sem kíkið á þessa síðu góðrar helgar, líka hinum sem missa af þessari síðu sem svo sjaldan er bloggað á.... ;)


Kata  - 16:40 -

föstudagur, ágúst 26, 2005
Gifting framundan
Siggi bróðir, og Begga eru að fara gifta sig á morgun í Garðakirkju kl. 5.

smelltu á mynd til að sjá stærri
Eftir 15 ára hugleiðslu og heilsteyptar rökræður um kosti og galla hvors annars, féll kokkurinn loks á hnén þess fullviss eftir hálfa ævi af reynslutíma að innsigla yrði kærustuna sem eiginkonu sína.
Kominn tími til Siggi og Begga! ( sagði sú sem tók sér 26 ár í reynslutíma )
Hlakka til að sjá ykkur öll.

Kata  - 16:44 -

miðvikudagur, ágúst 24, 2005
Of mikið af húsverkum geta valdið heilaskaða...


Kata  - 23:01 -

þriðjudagur, ágúst 23, 2005


Kata  - 02:37 -


Kata  - 01:46 -

mánudagur, ágúst 15, 2005
Frábær Eyjaferð

Fór með Fannar Mána með Herjólfi, í blíðskaparveðri. Hann hljóp um allt skip, hoppandi af ánægju og fannst mikið merkilegt að sigla á "vatninu". Simmi bróðir lofaði honum að koma upp í stýrishús og skoða allt þar, ásamt því að bjóða okkur klefann sinn.Fannar mátti ekki vera að leggja sig, því það var mikið að skoða á skipinu. Tekið á móti okkur með kostum og kynjum að venju af pabba og mömmu. Ég labbaði með honum um alla eyju og hér sjáið þið nokkrar myndir teknar á Stakkagerðistúninu, þar sem Fannar sýndi snilld sína í golfi, sem hann hefur mikla ánægju af.
(smellið á myndir til að sjá stærri)

Fyrst er að setja "Téið" fyrir kúluna, æfa svo sveifluna

Hitta svo á kúluna, og horfa á eftir hvert hún fór.


Golfarinn mikli, bara rétt nýorðinn 2 ára og þegar slær af miklu öryggi og hittir kúluna


Fórum síðan til kirkju á sunnudeginum til að vera viðstödd skírnina.
Þessi yndislega stúlka heitir María Fönn. Eftir mikil veisluhöld, héldum við af stað
á Herjólfi áleiðis til Þorlákshafnar. Fleiri myndir
hér

Kata  - 01:52 -

Nedstat Basic - Free web site statistics


TIL BAKA Á GÖMLU SÍÐU

VEFHÖNNUN · MYNDVINNSLA · GRAFÍK · AUGLÝSINGAR · BÆKLINGAR