HUGARFLUG

 

 

 

 

 

 

 

 


föstudagur, febrúar 20, 2004
Bloggleti eða tímaleysi ?
Bæði sennilega. Búið að vera mikið að gera í vinnunni, auk heimaverkefna í grafíkinni og vefsmíði.
Er á leiðinni upp í bústað strax eftir vinnu í dag....orðin alveg ofboðslega leið á borginni í bili.
Ætla hreinsa til í gróðurhúsinu, jafnvel að sá fræjum ef ég nenni.
Og svo náttúrulega að vera upptekin við að gera EKKI NEITT...;-)
Sjáumst !

Kata  - 13:09 -

laugardagur, febrúar 14, 2004


Hjartans hamingjuóskir með afmælið Brósi minn

Kata  - 05:11 -

föstudagur, febrúar 13, 2004
Það leynist eyjamaður við hvert fótmál.


Hann Gilli Hjartar. er búinn að setja upp bráðskemmtilegan vef, þar sem eru skemmtilegar hugrenningar, ásamt viðtölum við brottflutta Vestmanneyinga. Gaman að lesa þetta og sjá hvað um fólkið varð, eftir flutninginn, og hugsanir þeirra til æskustöðvanna. Nú þegar eru komin nokkur kunnugleg andlit í viðtöl þarna, m.a. Ella Kæja, Ragna Jenný, Gilli bróðir og Sigfríð Hallgríms.Gísli Hjartar......þú átt hrós skilið fyrir þetta framtak. Kominn á linkalistann minn sem dagleg lesning.

Kata  - 22:04 -

tek að mér hönnun allar tegundir boðskorta.Hér eru nokkur sýnishorn af fermingarboðskortum ásamt einu afmæliskorti.

Kata  - 20:41 -

miðvikudagur, febrúar 11, 2004
Hvað maður getur gleymt sér....
Klukkan rúmlega 3 eftir miðnætti,og ég gjörsamlega búin að gleyma mér
við músík á netinu. Rakst á alltof mikið af gömlum frábærum lögum.
Hér er eitt gamalt og gott til að hlusta á fyrir ykkur.Shine on your crazy diamonds með Pink Floyd.
Gleymdi mér oft yfir þessu lagi hér í "den" Fór á tónleikana sem Hljómsveitin Dúndurfréttir, hélt
til heiðurs Pink Floyd.....Þeir voru frábærir. Mjög vandaður flutningurinn hjá þeim, lofið
laginu að "hlaðast" í rólegheitunum, og stillið síðan græjurnar hátt.
Síðasta lag fyrir svefninn, með sömu hljómsveitWish you were here.... góða nótt

Kata  - 03:09 -

Útvarpsstöðvarnar kommnar inn "rock on" ;-)ef þið viljið hlusta á músík við skoðun síðunnar,þá klikkið á stöðvarnar hér til vinstri. Að vísu soldið rokkað...viljið þið eitthvað rólegra kannski ?

Kata  - 02:34 -

þriðjudagur, febrúar 10, 2004
NafnspjaldahönnunHef setið við gerð nafnspjalds fyrir Grím kokk,hann mun nota það á matvælasýnigunni sem verður núna seinna í febrúar. Því hugsaði ég það jafnframt sem auglýsingu fyrir nýjar vörur sem brátt koma á markaðinn hjá honum.(Skrítið að ég skuli alltaf vinna best á nóttunni. Held ég hafi verið leðurblaka í fyrra lífi.).

Kata  - 02:43 -

sunnudagur, febrúar 08, 2004
EF maður á að taka stjörnuspeki alvarlega, þá........velur maður það besta úr.
Hello KATA, Here is your Free Daily Horoscope Service for today, Feb 08.
Your adaptable nature will be put to the test as the earth seems to rumble beneath you, KATA. Remember to go with the flow, but remember that you do indeed have fins with which to steer. You can float down the river freely, but don't think that this means you have to give up all control, either. You have the power of choice, so use it. Take an active role in the events of the day; otherwise you might as well just stay in bed.held ég geri það bara, leggji mig SMÁSTUND. GOTT AÐ HAFA FRJÁLSAN VILJA....HEHE....SJÁUMST :-)

Kata  - 16:17 -

Endurtekning... er að leita mér að vinnuKannski slæ ég af þessum kröfum ef rétta vinnan finnst :0)
ef þið getið ekki lesið textann í myndinni þá er hann hér
"Rétta vinnan...Engin reynsla æskileg.6.000.000 í árstekjur.Lamborghini fylgir starfinu og þokkafullur aðstoðarmaður.Enginn yfirmaður sem stressar þig og þú mátt koma of seint í vinnuna þegar þig lystir.3 tíma hádegisverðarhlé. Ótakmarkað leyfi frá vinnu. Hæfniskröfur starfsins...er að þú getir drukkið kaffi og sért hæfur til að geta starað hugsi út um gluggann. Engrar menntunar er krafist né námskeiða.Skortur á framagirni og áhuga telst stór PLÚS.Aumingjar og kærulausir einstaklingar velkommnir.Hringdu í dag ef þú mátt vera að....en ef ekki,hafðu ekki áhyggjur, við höldum starfinu fyrir þig !!!


Kata  - 14:47 -

föstudagur, febrúar 06, 2004
NÝR VEFUR HÚNKUBAKKA BRÁTT Í LOFTIÐ.
Hef setið við hönnun vefs fyrir ferðaþjónustunnar á Húnkubökkum.
Hér er fyrsta tillagan
Eigendur Húnkabakka eiga eftir að senda mér textann sem á að vera.
og á eftir að setja inn allar hinar síðurnar. Endilega kíkið á og segið hvað ykkur finnst,einnig eru góðar ábendingar vel þegnar. (blogspot bannerinn verður ekki
á "orginal"síðunni )
Reyndi að hafa þetta skilmerkilegt og það væri auðvelt að rata. Einfaldleikinn er oftast bestur við vefhönnun...þ.e ef útlit síðunnar verður soldið "cool"...;-)

Kata  - 18:54 -

fimmtudagur, febrúar 05, 2004

AFMÆLISMÁNUÐURINN FEBRÚAR
HAFINN

Flott kakan hans Sigmars Snærs!Hann Sigmar Snær varð 4 ára í fyrradag....3.feb.Til Hamingju Sigmar Snær.Þessi mynd var tekin í afmælinu hans sem haldið var fyrir leikskólafélagana.Eins og þið sjáið var mikið fjör.Begga sendi mér þessar myndir.Næstur í röðinni er Bjarki. Hann varð 23 ára í gær,4. feb. TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN !!!Indiana er síðan 24. ára í dag.5. feb.Elsku stelpan mín, Til Hamingju
með afmælið!!! svo eru það tvíburarnir sætu Freyja og Oddný þann 6. feb. n.k


Kata  - 13:19 -

Nedstat Basic - Free web site statistics


TIL BAKA Á GÖMLU SÍÐU

VEFHÖNNUN · MYNDVINNSLA · GRAFÍK · AUGLÝSINGAR · BÆKLINGAR